Enski boltinn

Harry Redknapp vill sjá Dawson á HM

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Nordicphotos/Getty
Harry Redknapp, stjóri Tottenham er kannsi hlutdrægur í málinu en hann vill að Michael Dawson fari á HM frekar en Matthew Upson hjá West Ham.

Dawson hefur átt frábært tímabil hjá Tottenham og hefur Redknapp reyndar þegar sagt að Ledley King ætti að vera í landsliðshópnum líka. Dawson hefur ekki enn spilað fyrir England.

„Ég myndi taka Michael Dawson á HM. Reyndar held ég að hann eigi góða möguleika á að fara. Báðir ættu að fara, hann og King. Jolean Lescott verður ekki með og því held ég að Dawson sé í góðri stöðu."

„Eins og staðan er núna er Upson í liðinu hjá Fabio Capello, en ég held að Dawson sé jafn góður og hann, ef ekki betri. Michael hefur verið að spila svo vel að hann gæti verið með þeim bestu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×