Enski boltinn

Drogba: Gerrard gerði þetta ekki viljandi

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Lampard fagnar marki sínu í dag.
Lampard fagnar marki sínu í dag. Nordicphotos/Getty
Didier Drogba og Frank Lampard voru sigri hrósandi eftir leikinn gegn Liverpool í dag. Chelsea vann 2-0 og er nánast öruggt en enska meistaratitilinn.

„Það er ekki annað hægt en að hrósa Liverpool fyrir fagmennsku sína. Þeir gáfu allt sem þeir áttu. Það væri gaman að vinna titilinn fyrir framan okkar stuðningsmenn. Við þurfum að klára þetta og við erum nálægt því að ná tvennunni," sagði Lampard.

Didier Drogba bætti við: „Gerrard gerði mikil mistök í markinu en hann gerði þetta ekki viljandi. Markið gaf okkur mikið sjálfstraust og úrslitin voru frábær. Við höfum beðið lengi eftir þessu en þetta er ekki búið ennþá," sagði Drogba.

"Þetta var mjög mikilvægt fyrir titilbaráttuna. Við spiluðum mjög vel og erum mjög ánægðir en við vitum að við þurfum að bíða eftir leik United í dag og svo eftir leiknum gegn Wigan," sagði Carlo Ancelotti stjóri Chelsea.

Smelltu hér til að lesa um leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×