Enski boltinn

Roy Keane: Áfengi alltaf vandamál hjá írskum leikmönnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roy Keane, stjóri Ipswich.
Roy Keane, stjóri Ipswich. Mynd/AFP
Roy Keane, stjóri Ipswich og fyrrum fyrirliði Manchester United, segir að áfengi hafi verið og muni alltaf verða vandamál hjá írskum fótboltamönnum. Það hafi verið hjá honum þegar hann var yngri og sé þannig einnig í dag hjá ungum löndum hans.

„Þegar þú býrð á Írlandi þá er áfengi alltaf vtið höndina. Það rennur varla af mér í tvo til þrjá daga eftir að ég kem aftur til Írlands og það er innbyggt í þjóðarsálina að hittast og drekka saman," segir Roy Keane.

„Þetta getur líka orðið vandamál fyrir menn þegar þeir eru hættir að spila því þá vantar menn eitthvað til að lífga upp andann þegar fótboltinn er ekki lengur til staðar," sagði Roy Keane.

„Þetta er vandamál í dag og þá sérstakleg hjá írskum leikmönnum. Ég hef tekið eftir því á mínum sutta ferli sem stjóra að nær öll áfengisvandamál sem koma upp eru í tengslum við írska leikmenn. Áfengi alltaf vandamál hjá írskum leikmönnum," sagði Keane.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×