Enski boltinn

Tottenham og Manchester City unnu bæði og berjast ein um 4. sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Tottenham fagna Tom Huddlestone.
Leikmenn Tottenham fagna Tom Huddlestone. Mynd/APTottenham og Manchester City unnu bæði og b

Tottenham og Manchester City unnu bæði leiki sína í ensku úrvalsdeildinni í dag og þar með er orðið ljóst að baráttan um fjórða og síðasta sætið inn í Meistaradeildina á næsta tímabilinu stendur á milli þessara tveggja liða. Aston Villa og Liverpool eiga enn tölfræðilega möguleika á að ná fjórða sætinu en ekki mikið meira en það.

Tom Huddlestone tryggði Tottenham 1-0 sigur á Bolton með glæsilegu marki á 38. mínútu. Huddlestone skoraði markið með þrumuskoti af 20 metra færi. Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir Bolton en Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður á 87. mínútu.

Manchester City snéri leiknum við á tveggja mínútna kafla í lok fyrri hálfleiks í 3-1 sigri á Aston Villa. Manchester City er þar með stigi á eftir Tottenham en liðin mætast síðan á City of Manchester Stadium á miðvikudaginn í næstu viku.

John Carew kom Aston Villa yfir á 16. mínútu í fyrstu sókn Aston Villa en Manchester City skoraði síðan tvö mörk á tveggja mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks.

Adam Johnson fiskaði víti sem Carlos Tévez skoraði úr og Johnson lagði síðan upp mark fyrir Emmanuel Adebayor. Það var mikið að gerast á þessum kafla því Carew skaut í slánna á milli markanna. Craig Bellamy innsiglaði síðan sigurinn með laglegu marki á 89. mínútu leiksins.

Úrslitin í ensku úrvalsdeildinni í dag:

Birmingham-Burnley 2-1

1-0 Sjálfsmark (29.), 2-0 Cristian Benítez (41.), 2-1 Steven Thompson (87.)

Manchester City-Aston Villa 3-1

0-1 John Carew (16.), 1-1 Carlos Tévez, víti (41.), 2-1 Emmanuel Adebayor (43.), 3-1 Craig Bellamy (89.)



Portsmouth-Wolverhampton 3-1


1-0 Aruna Dindane (20.), 1-1 Kevin Doyle (34.), 2-1 John Utaka (40.), 3-1 Michael Brown (66.)

Stoke-Everton 0-0



Tottenham-Bolton 1-0


1-0 Tom Huddlestone (38.)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×