Enski boltinn

Carlsberg á kínversku á búningi Liverpool í dag - Byrjunarliðin komin

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Keppnistreyja Liverpool í dag.
Keppnistreyja Liverpool í dag. Heimasíða Liverpool.

Carlsberg hefur verið aðal styrktaraðili Liverpool síðustu 18 árin en í dag er síðasti heimaleikur Liverpool á tímabilinu og jafnframt með Carlsberg-merkið framan á búningum sínum.

Leikurinn hefst núna klukkan 12.30.

Liverpool er eina borgin á Bretlandi sem sýnir á Heimssýningunni World Expo í Sjanghæ, sem einmitt er systurborg Liverpool og vildi Carlsberg koma sér á framfæri í Kína.

Búning Liverpool í dag má sjá á myndinni hér til hliðar.

Auk þessa verða skilaboð á kínversku á auglýsingaskiltunum í kringum völlinn. Kínverskur vinningshafi mun svo afhenda manni leiksins verðlaun að leik loknum.

Kínverska Carslberg-merkið er aðeins það fimmta sem fær þann heiður að vera framan á búningi Liverpool, í kjölfar Hitachi, þá Crown Paints, svo Candy og Carlsberg.

Bankinn Standard Chartered verður á búningum félagsins frá og með næsta tímabili.

Byrjunarliðin hafa verið tilkynnt og eru þau eftirfarandi:

Liverpool:

Reina

Mascherano - Kyrgiakos - Carragher - Agger

Gerrard - Lucas

Maxi - Aquilani - Benayoun

Kuyt

Varamenn: Cavalieri, Babel, Ngog, Degen, El Zhar, Ayala, Pacheco.

Chelsea:

Cech

Ivanovic - Terry - Alex - Ashley Cole

Lampard - Ballack - Malouda

Kalou - Drogba - Anelka.

Varamenn: Hilario, Joe Cole, Zhirkov, Paulo Ferreira, Deco, Sturridge, Belletti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×