Enski boltinn

United vann og baráttan um titilinn ræðst á lokadeginum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Nani fagnar marki sínu í dag.
Nani fagnar marki sínu í dag. Nordicphotos/Getty

Manchester United vann 1-0 sigur á Sunderland á Leikvangi Ljóssins í dag. Þar með er ljóst að baráttan um enska meistaratitilinn ræðst á lokadeginum, eftir slétta viku.

Það var Nani sem skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik með góðu skoti úr vítateignum. United fékk mun fleiri færi en Sunderland og hefði getað unnið stærra.

Sér í lagi átti Dimitar Berbatov að gera betur.

United þarf að vinna Stoke og treysta á að Wigan steli stigi af Chelsea til að hampa titlinum um næstu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×