Fleiri fréttir Ryan Giggs: Ánægður með að fá að taka aukaspyrnurnar á nýjan leik Ryan Giggs er aftur farinn að fá að taka aukaspyrnur fyrir Manchester United nú þegar Cristiano Ronaldo er farinn til Real Madrid. Giggs nýtti tækifærið vel í gær þegar hann jafnaði leikinn á móti Tottenham með laglegu marki beint úr aukaspyrnu. Manchester United vann leikinn síðan 3-1. 13.9.2009 14:30 Umfjöllun: Vítaspyrna Sigurbjarnar tryggði Val stig annan leikinn í röð Valur og Stjarnan gerðu 3-3 jafntefli á Vodafone-vellinum í Pepsi-deild karla í dag. Fyrirliði Valsmanna, Sigurbjörn Hreiðarsson, tryggði sínum mönnum stig þegar hann skoraði af öryggi úr vítaspyrnu tveimur mínútum fyrir leikslok. Þorvaldur Árnason hafði áður komið Stjörnunni í 3-2 með tveimur mörkum á einni og hálfri mínútu. 13.9.2009 13:00 Umfjöllun: FH alltof stór biti fyrir ÍBV FH-ingar áttu ekki í teljandi vandræðum með að leggja Eyjamenn að velli í Pepsi-deildinni í dag. FH vann öruggan 5-0 sigur þar sem Atli Viðar Björnsson skoraði tvívegis. 13.9.2009 13:00 Umfjöllun: Fylkismenn kláruðu áhugalausa Þróttara Fylkismenn unnu sannfærandi sigur á Þrótturum í dag, 2-0. Þróttarar voru fallnir fyrir leikinn í dag en Fylkismenn eru enn í baráttu um Evrópusæti. Bæði mörk Fylkis komu í seinni hálfleik. Albert Brynjar Ingason átti það fyrra en Pape Mamadou Faye það síðara. Viðtöl og nánari umfjöllun um leikinn dettur hér inn á vefinn innan skamms. 13.9.2009 13:00 Agbonlahor tryggði Aston Villa þriðja sigurinn í röð Gabby Agbonlahor skoraði sigurmark Aston Villa sex mínútum fyrir leikslok þegar liðið vann 1-0 sigur á Birmingham í nágrannaslagnum í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn fór fram í hádeginu. 13.9.2009 12:54 Capello dreymir um það að mæta Ítölum í úrslitaleiknum á HM Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, myndi ekki sætta sig við neitt annað en að enska landsliðið kæmist alla leið í úrslitaleikinn á HM í Suður-Afríku næsta sumar. Hann viðurkennir líka að hann dreymi um að mæta þar löndum sínum í ítalska landsliðinu. 13.9.2009 12:30 Barcelona hefur áhuga á að kaupa Toni í janúar Ítalski framherjinn Luca Toni gæti verið á leiðinni til spænsku Evrópumeistaranna í Barcelona í janúarglugganum ef marka má fréttir frá Ítalíu. Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur áhuga á að bæta við framherja þrátt fyrir að Zlatan Ibrahimovic hafi skoraði í fyrstu tveimur deildarleikjum liðsins. 13.9.2009 12:00 Fagnaðarlæti og takka-tröðkun Adebayor fara bæði fyrir aganefndina Stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins hefur staðfest það að Aganefnd enska knattspyrnusambandsins muni á næsta fundi sínum á morgun taka fyrir tvö atvik tengd Emmanuel Adebayor í leik Manchester City og Arsenal í gær. Adebayor fór mikinn á móti sínum gömlu félögum, lét finna fyrir sér í tæklingum og skoraði síðan þriðja mark sinna manna. 13.9.2009 11:30 Makelele: Eiður Smári getur orðið nýja stjarnan í frönsku deildinni Claude Makelele er fyrrum félagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Chelsea og verður mótherji hans í fyrsta leik Eiðs með AS Monaco á morgun. Makelele er leikmaður Paris Saint-Germain sem sækir Monakó-liðið heim á morgun. Makelele hrósar okkar manni mikið í viðtölum fyrir leik liðanna sem verður í beinni á Stöð2 Sport klukkan 19.00 í kvöld. 13.9.2009 11:00 Capello: Heskey er lykillinn í leikkerfi enska landsliðsins Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, heldur mikla tryggð við Emile Heskey þrátt fyrir að Heskey hafi aðeins skorað 7 mörk í 56 landsleikjum. Heskey er og verður fastamaður í framlínu enska landsliðsins þrátt fyrir að Jermain Defoe hafi skorað 8 mörk í síðustu 10 landsleikjum sínum. 13.9.2009 09:00 Thomas Sorensen: Meiðslin eru ekki eins slæm og ég óttaðist Danski markvörðurinn Thomas Sorensen hjá Stoke meiddist í leik Stoke og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær og varð að yfirgefa völlinn á 41. mínútu leiksins. Varamarkvörðurinn Steve Simonsen tók stöðu hans í marki Stoke. 13.9.2009 08:00 Kaka lagði upp tvö og Ronaldo skoraði eftir að hafa komið inn af bekknum Real Madrid vann góðan 3-0 sigur á Espanyol í gærkvöldi og er því áfram við hlið Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Esteban Granero, Guti og varamaðurinn Cristiano Ronaldo skoruðu mörk Madrídar-liðsins í leiknum. 13.9.2009 07:00 Robinho frá í tvær til þrjár vikur og missir af United-leiknum Landsliðsferðir Robinho og Carlos Tevez til Suður-Ameriku voru dýrkeyptar fyrir enska úrvalsdeildarliðið Manchester City því tveir stjörnuleikmenn liðsins meiddust báðir það illa með landsliðum sínum að þeir verða frá í nokkrar vikur. 13.9.2009 06:00 Van Persie: Adebayor ætlaði sér að meiða mig í dag Hollendingurinn Robin van Persie hjá Arsenal hefur sakað fyrrum félaga sinn Emmanuel Adebayor um að hafa stigið viljandi á andlit sitt í 4-2 tapi Arsenal á móti Manchester City í dag. „Ég er leiður og vonsvikinn vegna þess að þetta var viljandi og hugsunarlaust," sagði Van Persie á heimasíðu Arsenal. 12.9.2009 22:30 Logi Ólafsson: Þeirra plan gekk upp í dag „Það eru alltaf vonbrigði að tapa leikjum og sérstaklega þegar þeir eru svona þýðingarmiklir eins og þessi," sagði Logi Ólafsson, þjálfari KR eftir 0-1 tap á móti Fram í undanúrslitaleik VISA-bikars karla í dag. 12.9.2009 22:00 AC Milan náði aðeins markalausu jafntefli á móti Livorno AC Milan er ekki að byrja vel undir stjórn Brasilíumannsins Leonardo á þessu tímabili því liðið fylgdi á eftir 0-4 stórtapi á móti nágrönnum sínum í Inter með því að ná aðeins að gera markalaust jafntefli á móti nýliðum Livorno í dag. 12.9.2009 21:00 Ibrahimovic og Messi á skotskónum með Barcelona Zlatan Ibrahimovic skoraði í öðrum leiknum í röð með Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni þegar liðið vann 2-0 sigur á Getafe og fór á toppinn. Lionel Messi kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið. 12.9.2009 20:45 Alex Ferguson: Var hann rekinn útaf af því að hann heitir Paul Scholes Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði að sitt lið hafi staðist stórt próf á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. United lenti 0-1 undir á útivelli eftir aðeins eina mínútu og spilaði manni færri síðasta hálftíma leiksins. United vann leikinn engu að síður 3-1. 12.9.2009 20:30 Ancelotti: Við áttum skilið að skora þetta mark Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, fagnaði vel þegar Florent Malouda tryggði Chelsea 2-1 sigur á Stoke á fjórðu mínútu uppbótartíma. Þetta var fimmti sigur liðsins í fimm leikjum og er Chelsea nú með þriggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. 12.9.2009 20:00 Rafael Benitez: Yossi að sanna sig sem byrjunarliðsmaður Rafael Benitez, stjóri Liverpool, sagði að Ísraelsmaðurinn Yossi Benayoun hafi sannað sig með því að skora þrennu í 4-0 sigri á Burnley í dag. Benitez segir að Benayoun hafi ekki látið ferðaþreytu hafa áhrif á sig. 12.9.2009 19:33 Þorvaldur: Það mátti ekki miklu muna í þessum leik „Þetta var góður sigur hjá okkur og við erum mjög sáttir," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram eftir að liðið sló bikarmeistara KR út úr undanúrslitum VISA-bikarsins með 1-0 sigri á Laugardalsvellinum í dag. 12.9.2009 19:15 Grétar: Það er klassamunur á þessum liðum en það sást ekki í dag „Þetta eru mikil vonbrigði og hreinlega óásættlanlegt," sagði Grétar Sigfinnur Sigurðsson, fyrirliði KR sem gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok eftir 0-1 tap á móti Fram í undanúrslitaleik bikarsins. 12.9.2009 18:59 Draumabyrjun Tottenham dugði ekki til að halda sigurgöngunni áfram Sigurganga Tottenham í ensku úrvalsdeildinni endaði með 1-3 tapi fyrir Englandsmeisturum Manchester United á heimavelli á White Hart Lane í dag en Tottenham hafði unnið fjóra fyrstu leiki sína á tímabilinu. Það dugði ekki fyrir lærisveinana hans Harry Redknapp að komast yfir strax á fyrstu mínútu leiksins því United svaraði með þremur mörkum. 12.9.2009 18:40 Liverpool fær 16,6 milljarða fyrir samning við Standard Chartered Liverpool mun ekki spila með Carlsberg auglýsingu framan á búningum sínum á næsta tímabili eins og liðið hefur gert undanfarin sautján ár. Frá og með 2010-11 tímabilinu mun Liverpool auglýsa Standard Chartered framan á búningum sínum eftir að félagið gerði fjögurra ára samning við bankann. 12.9.2009 18:00 Eyjólfur tryggði GAIS jafntefli með marki á síðustu mínútunni Eyjólfur Héðinsson tryggði GAIS 2-2 jafntefli á útivelli á móti Elfsborg. Markið skoraði Eyjólfur á síðustu mínútu leiksins en aðeins fjórum mínútum áður héldu heimamenn að þeir hefðu tryggt sér sigurinn í leiknum. 12.9.2009 17:30 Adebayor: Fyrirgefið mér en tilfinningarnar tóku yfir Emmanuel Adebayor baðst afsökunar á því eftir leik Man. City og Arsenal í dag að hafa hlaupið allan völlinn endilangan til þess að geta fagnað marki sínu fyrir fram stuðningsmenn Arsenal sem voru mættir til Manchester. Emmanuel Adebayor skoraði í fjórða leiknum í röð og átti flottan leik þegar Manchester City vann 4-2 sigur á Arsenal. 12.9.2009 17:00 Harry Redknapp: Við getum alveg unnið United í dag Harry Redknapp, stjóri Tottenham. býst við knattspyrnuviðburði á White Hart Lane í dag þegar Tottenham tekur á móti Englandsmeisturum Manchester United. Tottenham hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína í deildinni og það hefur ekki gert oft á undanförnum árum að Spurs er ofar í töflunni þegar þessi lið mætasts. 12.9.2009 15:30 Gróttumenn komnir upp í 1. deild í fyrsta sinn í sögu félagsins Gróttumenn tryggðu sér í dag sæti í 1. deild karla í fótbolta í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 4-0 útisigur á Víðir í Garði. Það ræðst ekki fyrr en í hreinum úrslitaleik um næstu helgi á milli Suðurnesjaliðanna Reynis úr Sandgerði og Njarðvík hvort liðið fylgir Gróttu upp í 1. deild. 12.9.2009 15:15 Umfjöllun: Framarar í bikarúrslitin eftir 1-0 sigur á KR Framarar eru komnir í bikarúrslitaleikinn eftir 1-0 sigur á KR í undanúrslitaleik liðanna á Laugardalsvellinum í dag. Það var varamaðurinn Joseph Tillen sem tryggði Fram sigurinn með marki tólf mínútum fyrir leikslok. 12.9.2009 15:00 Gunnlaugur Jónsson verður næsti þjálfari Valsmanna Gunnlaugur Jónsson mun ekki þjálfa Selfossliðið í Pepsi-deildinni næsta sumar því Gunnlaugur hefur ákveðið að gerast þjálfari Valsmanna og taka þar við starfi Atla Eðvaldssonar. 12.9.2009 14:23 Framarar hafa unnið þrettán undanúrslitaleiki í röð í bikarnum Framarar mæta bikarmeisturum KR í undanúrslitaleik VISA-bikars karla á Laugardalsvellinum klukkan 16.00 í dag. Framarar hafa söguna með sér í leiknum því Framliðið hefur unnið alla undanúrslitaleiki sína í bikarkeppninni síðan árið 1971. Alls hefur Framliðið unnið þrettán undanúrslitaleiki í röð. 12.9.2009 14:00 Haukar unnu topplið Selfyssinga og eru komnir upp í Pepsi-deildina Haukar eru komnir upp í efstu deild í fyrsta sinn síðan 1979 eftir 3-2 sigur á Selfossi í næstsíðustu umferð 1. deildar karla í dag.. HK náði aðeins markalausu jafntefli upp á Akranesi og getur ekki náð Haukum að stigum. 12.9.2009 13:57 Emmanuel Adebayor skoraði í fjórða leiknum í röð og City vann Arsenal Sigurganga Manchester City hélt áfram í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðið vann þá 4-2 heimasigur á Arsenal. Emmanuel Adebayor fór mikinn á móti sínum gömlu félögum og skoraði meðal annars þriðja mark City. Emmanuel Adebayor hefur þar með skoraði fjórum fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. 12.9.2009 13:55 Adebayor segir að Bendtner sé alltof mikill egóisti Emmanuel Adebayor og Nicklas Bendtner eru ekki miklir vinir þrátt fyrir að hafa spilað saman hjá Arsenal í nokkur ár. Þeir háðu harða baráttu um sæti í byrjunarliðinu og hún hefur greinilega skilið eftir einhver sár nú þegar Adebayor hefur fært sig um set til Manchester City . Þeir Adebayor og Bendtner verða líklega í aðalhlutverki í dag þegar City tekur á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. 12.9.2009 13:30 Reina, markvörður Liverpool: Eigum ekki raunhæfa möguleika á titlinum Pepe Reina, markvörður Liverpool, telur að Liverpool-liðið eigi ekki raunhæfa möguleika á að vinna enska meistaratitilinn á þessu tímabili. Liverpool endaði í 2. sæti á síðasta tímabili sem var besta tímabil félagsins síðan 1990 eða frá því að þeir urðu síðasta Englandsmeistarar. 12.9.2009 13:00 Áfall fyrir Everton-liðið - Arteta í aðra aðgerð Everton varð fyrir áfalli í gær þegar ljóst varð að Mikel Arteta þurfi að fara í aðra aðgerð á hné. Spænski miðjumaðurinn hefur verið frá síðan í febrúar þegar hann meiddist á liðbandi í hné. 12.9.2009 12:30 Pétur gerði 2. flokk að Íslandsmeisturum annað árið í röð KR-ingar urðu í gær Íslandsmeistarar í 2. flokki karla í fótbolta eftir 7-0 sigur á Þór en þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem 2. flokkur félagsins verður Íslandsmeistari. KR hefur eftir leikinn fjórtán stiga forskot á Þór þegar 9 stig eftir í pottinum. 12.9.2009 11:30 Defoe og Redknapp bestir í ágúst Framherjinn Jermain Defoe og knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham urðu fyrir valinu sem leikmaður og stjóri ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 11.9.2009 23:15 Benitez: Babel ekki fáanlegur á láni Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur aðvarað vængmanninn Ryan Babel að hann sé að spila fyrir framtíð sinni hjá Liverpool en leikmaðurinn hefur ekki beint náð að slá í gegn síðan hann kom til félagsins árið 2007 á 11,5 milljónir punda. 11.9.2009 21:30 Ferguson: Tottenham getur náð meistaradeildarsæti Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United hefur trú á því að Tottenham geti gert góða hluti á yfirstandandi tímabili á Englandi en liðið hefur unnið alla fjóra deildarleiki sína til þessa. 11.9.2009 20:45 McLeish styður við bakið á Burley Knattspyrnustjórinn Alex McLeish hjá nýliðum Birmingham í ensku úrvalsdeildinni hefur komið landa sínum George Burley til varnar en margir hafa talið að hann eigi að víkja sem landsliðsþjálfari Skotlands eftir að liðinu mistókst að vinna sér sæti í umspili um laust sæti á lokakeppni HM 2010. 11.9.2009 20:00 Adebayor: Gott að finna fyrir ást stuðningsmannanna Framherjinn Emmanuel Adebayor er búinn að vera sjóðandi heitur í upphafi keppnistímabilsins með Manchester City og skorað þrjú mörk í þremur leikjum. 11.9.2009 18:30 Ancelotti er ekki smeykur við yfirvofandi bann Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti hjá Chelsea hefur ekki trú á því að bannið sem alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, úrskurðaði um að Lundúnafélagið mætti ekki kaupa leikmenn í eitt ár muni hafa áhrif á gengi félagsins til skemmri tíma. 11.9.2009 17:45 Franco búinn að skrifa undir hjá West Ham Guillermo Franco staðfesti í samtali við Sky Sports fréttastofuna í dag að hann hafi skrifað undir samning við West Ham fram í júní á næsta ári en hinn 32 ára gamli framherji hefur verið án félags síðan hann hætti hjá Villarreal í lok síðasta keppnistímabils. 11.9.2009 17:00 Tevez vill gera allt til þess að ná United-leiknum Hnémeiðsli Carlos Tevez eru það slæm að hann gæti verið frá í tvær til þrjár vikur. Tevez meiddist í tapleik argentínska landsliðsins á móti Brasilíu um síðustu helgi. 11.9.2009 15:30 Sjá næstu 50 fréttir
Ryan Giggs: Ánægður með að fá að taka aukaspyrnurnar á nýjan leik Ryan Giggs er aftur farinn að fá að taka aukaspyrnur fyrir Manchester United nú þegar Cristiano Ronaldo er farinn til Real Madrid. Giggs nýtti tækifærið vel í gær þegar hann jafnaði leikinn á móti Tottenham með laglegu marki beint úr aukaspyrnu. Manchester United vann leikinn síðan 3-1. 13.9.2009 14:30
Umfjöllun: Vítaspyrna Sigurbjarnar tryggði Val stig annan leikinn í röð Valur og Stjarnan gerðu 3-3 jafntefli á Vodafone-vellinum í Pepsi-deild karla í dag. Fyrirliði Valsmanna, Sigurbjörn Hreiðarsson, tryggði sínum mönnum stig þegar hann skoraði af öryggi úr vítaspyrnu tveimur mínútum fyrir leikslok. Þorvaldur Árnason hafði áður komið Stjörnunni í 3-2 með tveimur mörkum á einni og hálfri mínútu. 13.9.2009 13:00
Umfjöllun: FH alltof stór biti fyrir ÍBV FH-ingar áttu ekki í teljandi vandræðum með að leggja Eyjamenn að velli í Pepsi-deildinni í dag. FH vann öruggan 5-0 sigur þar sem Atli Viðar Björnsson skoraði tvívegis. 13.9.2009 13:00
Umfjöllun: Fylkismenn kláruðu áhugalausa Þróttara Fylkismenn unnu sannfærandi sigur á Þrótturum í dag, 2-0. Þróttarar voru fallnir fyrir leikinn í dag en Fylkismenn eru enn í baráttu um Evrópusæti. Bæði mörk Fylkis komu í seinni hálfleik. Albert Brynjar Ingason átti það fyrra en Pape Mamadou Faye það síðara. Viðtöl og nánari umfjöllun um leikinn dettur hér inn á vefinn innan skamms. 13.9.2009 13:00
Agbonlahor tryggði Aston Villa þriðja sigurinn í röð Gabby Agbonlahor skoraði sigurmark Aston Villa sex mínútum fyrir leikslok þegar liðið vann 1-0 sigur á Birmingham í nágrannaslagnum í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn fór fram í hádeginu. 13.9.2009 12:54
Capello dreymir um það að mæta Ítölum í úrslitaleiknum á HM Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, myndi ekki sætta sig við neitt annað en að enska landsliðið kæmist alla leið í úrslitaleikinn á HM í Suður-Afríku næsta sumar. Hann viðurkennir líka að hann dreymi um að mæta þar löndum sínum í ítalska landsliðinu. 13.9.2009 12:30
Barcelona hefur áhuga á að kaupa Toni í janúar Ítalski framherjinn Luca Toni gæti verið á leiðinni til spænsku Evrópumeistaranna í Barcelona í janúarglugganum ef marka má fréttir frá Ítalíu. Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur áhuga á að bæta við framherja þrátt fyrir að Zlatan Ibrahimovic hafi skoraði í fyrstu tveimur deildarleikjum liðsins. 13.9.2009 12:00
Fagnaðarlæti og takka-tröðkun Adebayor fara bæði fyrir aganefndina Stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins hefur staðfest það að Aganefnd enska knattspyrnusambandsins muni á næsta fundi sínum á morgun taka fyrir tvö atvik tengd Emmanuel Adebayor í leik Manchester City og Arsenal í gær. Adebayor fór mikinn á móti sínum gömlu félögum, lét finna fyrir sér í tæklingum og skoraði síðan þriðja mark sinna manna. 13.9.2009 11:30
Makelele: Eiður Smári getur orðið nýja stjarnan í frönsku deildinni Claude Makelele er fyrrum félagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Chelsea og verður mótherji hans í fyrsta leik Eiðs með AS Monaco á morgun. Makelele er leikmaður Paris Saint-Germain sem sækir Monakó-liðið heim á morgun. Makelele hrósar okkar manni mikið í viðtölum fyrir leik liðanna sem verður í beinni á Stöð2 Sport klukkan 19.00 í kvöld. 13.9.2009 11:00
Capello: Heskey er lykillinn í leikkerfi enska landsliðsins Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, heldur mikla tryggð við Emile Heskey þrátt fyrir að Heskey hafi aðeins skorað 7 mörk í 56 landsleikjum. Heskey er og verður fastamaður í framlínu enska landsliðsins þrátt fyrir að Jermain Defoe hafi skorað 8 mörk í síðustu 10 landsleikjum sínum. 13.9.2009 09:00
Thomas Sorensen: Meiðslin eru ekki eins slæm og ég óttaðist Danski markvörðurinn Thomas Sorensen hjá Stoke meiddist í leik Stoke og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær og varð að yfirgefa völlinn á 41. mínútu leiksins. Varamarkvörðurinn Steve Simonsen tók stöðu hans í marki Stoke. 13.9.2009 08:00
Kaka lagði upp tvö og Ronaldo skoraði eftir að hafa komið inn af bekknum Real Madrid vann góðan 3-0 sigur á Espanyol í gærkvöldi og er því áfram við hlið Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Esteban Granero, Guti og varamaðurinn Cristiano Ronaldo skoruðu mörk Madrídar-liðsins í leiknum. 13.9.2009 07:00
Robinho frá í tvær til þrjár vikur og missir af United-leiknum Landsliðsferðir Robinho og Carlos Tevez til Suður-Ameriku voru dýrkeyptar fyrir enska úrvalsdeildarliðið Manchester City því tveir stjörnuleikmenn liðsins meiddust báðir það illa með landsliðum sínum að þeir verða frá í nokkrar vikur. 13.9.2009 06:00
Van Persie: Adebayor ætlaði sér að meiða mig í dag Hollendingurinn Robin van Persie hjá Arsenal hefur sakað fyrrum félaga sinn Emmanuel Adebayor um að hafa stigið viljandi á andlit sitt í 4-2 tapi Arsenal á móti Manchester City í dag. „Ég er leiður og vonsvikinn vegna þess að þetta var viljandi og hugsunarlaust," sagði Van Persie á heimasíðu Arsenal. 12.9.2009 22:30
Logi Ólafsson: Þeirra plan gekk upp í dag „Það eru alltaf vonbrigði að tapa leikjum og sérstaklega þegar þeir eru svona þýðingarmiklir eins og þessi," sagði Logi Ólafsson, þjálfari KR eftir 0-1 tap á móti Fram í undanúrslitaleik VISA-bikars karla í dag. 12.9.2009 22:00
AC Milan náði aðeins markalausu jafntefli á móti Livorno AC Milan er ekki að byrja vel undir stjórn Brasilíumannsins Leonardo á þessu tímabili því liðið fylgdi á eftir 0-4 stórtapi á móti nágrönnum sínum í Inter með því að ná aðeins að gera markalaust jafntefli á móti nýliðum Livorno í dag. 12.9.2009 21:00
Ibrahimovic og Messi á skotskónum með Barcelona Zlatan Ibrahimovic skoraði í öðrum leiknum í röð með Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni þegar liðið vann 2-0 sigur á Getafe og fór á toppinn. Lionel Messi kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið. 12.9.2009 20:45
Alex Ferguson: Var hann rekinn útaf af því að hann heitir Paul Scholes Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði að sitt lið hafi staðist stórt próf á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. United lenti 0-1 undir á útivelli eftir aðeins eina mínútu og spilaði manni færri síðasta hálftíma leiksins. United vann leikinn engu að síður 3-1. 12.9.2009 20:30
Ancelotti: Við áttum skilið að skora þetta mark Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, fagnaði vel þegar Florent Malouda tryggði Chelsea 2-1 sigur á Stoke á fjórðu mínútu uppbótartíma. Þetta var fimmti sigur liðsins í fimm leikjum og er Chelsea nú með þriggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. 12.9.2009 20:00
Rafael Benitez: Yossi að sanna sig sem byrjunarliðsmaður Rafael Benitez, stjóri Liverpool, sagði að Ísraelsmaðurinn Yossi Benayoun hafi sannað sig með því að skora þrennu í 4-0 sigri á Burnley í dag. Benitez segir að Benayoun hafi ekki látið ferðaþreytu hafa áhrif á sig. 12.9.2009 19:33
Þorvaldur: Það mátti ekki miklu muna í þessum leik „Þetta var góður sigur hjá okkur og við erum mjög sáttir," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram eftir að liðið sló bikarmeistara KR út úr undanúrslitum VISA-bikarsins með 1-0 sigri á Laugardalsvellinum í dag. 12.9.2009 19:15
Grétar: Það er klassamunur á þessum liðum en það sást ekki í dag „Þetta eru mikil vonbrigði og hreinlega óásættlanlegt," sagði Grétar Sigfinnur Sigurðsson, fyrirliði KR sem gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok eftir 0-1 tap á móti Fram í undanúrslitaleik bikarsins. 12.9.2009 18:59
Draumabyrjun Tottenham dugði ekki til að halda sigurgöngunni áfram Sigurganga Tottenham í ensku úrvalsdeildinni endaði með 1-3 tapi fyrir Englandsmeisturum Manchester United á heimavelli á White Hart Lane í dag en Tottenham hafði unnið fjóra fyrstu leiki sína á tímabilinu. Það dugði ekki fyrir lærisveinana hans Harry Redknapp að komast yfir strax á fyrstu mínútu leiksins því United svaraði með þremur mörkum. 12.9.2009 18:40
Liverpool fær 16,6 milljarða fyrir samning við Standard Chartered Liverpool mun ekki spila með Carlsberg auglýsingu framan á búningum sínum á næsta tímabili eins og liðið hefur gert undanfarin sautján ár. Frá og með 2010-11 tímabilinu mun Liverpool auglýsa Standard Chartered framan á búningum sínum eftir að félagið gerði fjögurra ára samning við bankann. 12.9.2009 18:00
Eyjólfur tryggði GAIS jafntefli með marki á síðustu mínútunni Eyjólfur Héðinsson tryggði GAIS 2-2 jafntefli á útivelli á móti Elfsborg. Markið skoraði Eyjólfur á síðustu mínútu leiksins en aðeins fjórum mínútum áður héldu heimamenn að þeir hefðu tryggt sér sigurinn í leiknum. 12.9.2009 17:30
Adebayor: Fyrirgefið mér en tilfinningarnar tóku yfir Emmanuel Adebayor baðst afsökunar á því eftir leik Man. City og Arsenal í dag að hafa hlaupið allan völlinn endilangan til þess að geta fagnað marki sínu fyrir fram stuðningsmenn Arsenal sem voru mættir til Manchester. Emmanuel Adebayor skoraði í fjórða leiknum í röð og átti flottan leik þegar Manchester City vann 4-2 sigur á Arsenal. 12.9.2009 17:00
Harry Redknapp: Við getum alveg unnið United í dag Harry Redknapp, stjóri Tottenham. býst við knattspyrnuviðburði á White Hart Lane í dag þegar Tottenham tekur á móti Englandsmeisturum Manchester United. Tottenham hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína í deildinni og það hefur ekki gert oft á undanförnum árum að Spurs er ofar í töflunni þegar þessi lið mætasts. 12.9.2009 15:30
Gróttumenn komnir upp í 1. deild í fyrsta sinn í sögu félagsins Gróttumenn tryggðu sér í dag sæti í 1. deild karla í fótbolta í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 4-0 útisigur á Víðir í Garði. Það ræðst ekki fyrr en í hreinum úrslitaleik um næstu helgi á milli Suðurnesjaliðanna Reynis úr Sandgerði og Njarðvík hvort liðið fylgir Gróttu upp í 1. deild. 12.9.2009 15:15
Umfjöllun: Framarar í bikarúrslitin eftir 1-0 sigur á KR Framarar eru komnir í bikarúrslitaleikinn eftir 1-0 sigur á KR í undanúrslitaleik liðanna á Laugardalsvellinum í dag. Það var varamaðurinn Joseph Tillen sem tryggði Fram sigurinn með marki tólf mínútum fyrir leikslok. 12.9.2009 15:00
Gunnlaugur Jónsson verður næsti þjálfari Valsmanna Gunnlaugur Jónsson mun ekki þjálfa Selfossliðið í Pepsi-deildinni næsta sumar því Gunnlaugur hefur ákveðið að gerast þjálfari Valsmanna og taka þar við starfi Atla Eðvaldssonar. 12.9.2009 14:23
Framarar hafa unnið þrettán undanúrslitaleiki í röð í bikarnum Framarar mæta bikarmeisturum KR í undanúrslitaleik VISA-bikars karla á Laugardalsvellinum klukkan 16.00 í dag. Framarar hafa söguna með sér í leiknum því Framliðið hefur unnið alla undanúrslitaleiki sína í bikarkeppninni síðan árið 1971. Alls hefur Framliðið unnið þrettán undanúrslitaleiki í röð. 12.9.2009 14:00
Haukar unnu topplið Selfyssinga og eru komnir upp í Pepsi-deildina Haukar eru komnir upp í efstu deild í fyrsta sinn síðan 1979 eftir 3-2 sigur á Selfossi í næstsíðustu umferð 1. deildar karla í dag.. HK náði aðeins markalausu jafntefli upp á Akranesi og getur ekki náð Haukum að stigum. 12.9.2009 13:57
Emmanuel Adebayor skoraði í fjórða leiknum í röð og City vann Arsenal Sigurganga Manchester City hélt áfram í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðið vann þá 4-2 heimasigur á Arsenal. Emmanuel Adebayor fór mikinn á móti sínum gömlu félögum og skoraði meðal annars þriðja mark City. Emmanuel Adebayor hefur þar með skoraði fjórum fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. 12.9.2009 13:55
Adebayor segir að Bendtner sé alltof mikill egóisti Emmanuel Adebayor og Nicklas Bendtner eru ekki miklir vinir þrátt fyrir að hafa spilað saman hjá Arsenal í nokkur ár. Þeir háðu harða baráttu um sæti í byrjunarliðinu og hún hefur greinilega skilið eftir einhver sár nú þegar Adebayor hefur fært sig um set til Manchester City . Þeir Adebayor og Bendtner verða líklega í aðalhlutverki í dag þegar City tekur á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. 12.9.2009 13:30
Reina, markvörður Liverpool: Eigum ekki raunhæfa möguleika á titlinum Pepe Reina, markvörður Liverpool, telur að Liverpool-liðið eigi ekki raunhæfa möguleika á að vinna enska meistaratitilinn á þessu tímabili. Liverpool endaði í 2. sæti á síðasta tímabili sem var besta tímabil félagsins síðan 1990 eða frá því að þeir urðu síðasta Englandsmeistarar. 12.9.2009 13:00
Áfall fyrir Everton-liðið - Arteta í aðra aðgerð Everton varð fyrir áfalli í gær þegar ljóst varð að Mikel Arteta þurfi að fara í aðra aðgerð á hné. Spænski miðjumaðurinn hefur verið frá síðan í febrúar þegar hann meiddist á liðbandi í hné. 12.9.2009 12:30
Pétur gerði 2. flokk að Íslandsmeisturum annað árið í röð KR-ingar urðu í gær Íslandsmeistarar í 2. flokki karla í fótbolta eftir 7-0 sigur á Þór en þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem 2. flokkur félagsins verður Íslandsmeistari. KR hefur eftir leikinn fjórtán stiga forskot á Þór þegar 9 stig eftir í pottinum. 12.9.2009 11:30
Defoe og Redknapp bestir í ágúst Framherjinn Jermain Defoe og knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham urðu fyrir valinu sem leikmaður og stjóri ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 11.9.2009 23:15
Benitez: Babel ekki fáanlegur á láni Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur aðvarað vængmanninn Ryan Babel að hann sé að spila fyrir framtíð sinni hjá Liverpool en leikmaðurinn hefur ekki beint náð að slá í gegn síðan hann kom til félagsins árið 2007 á 11,5 milljónir punda. 11.9.2009 21:30
Ferguson: Tottenham getur náð meistaradeildarsæti Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United hefur trú á því að Tottenham geti gert góða hluti á yfirstandandi tímabili á Englandi en liðið hefur unnið alla fjóra deildarleiki sína til þessa. 11.9.2009 20:45
McLeish styður við bakið á Burley Knattspyrnustjórinn Alex McLeish hjá nýliðum Birmingham í ensku úrvalsdeildinni hefur komið landa sínum George Burley til varnar en margir hafa talið að hann eigi að víkja sem landsliðsþjálfari Skotlands eftir að liðinu mistókst að vinna sér sæti í umspili um laust sæti á lokakeppni HM 2010. 11.9.2009 20:00
Adebayor: Gott að finna fyrir ást stuðningsmannanna Framherjinn Emmanuel Adebayor er búinn að vera sjóðandi heitur í upphafi keppnistímabilsins með Manchester City og skorað þrjú mörk í þremur leikjum. 11.9.2009 18:30
Ancelotti er ekki smeykur við yfirvofandi bann Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti hjá Chelsea hefur ekki trú á því að bannið sem alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, úrskurðaði um að Lundúnafélagið mætti ekki kaupa leikmenn í eitt ár muni hafa áhrif á gengi félagsins til skemmri tíma. 11.9.2009 17:45
Franco búinn að skrifa undir hjá West Ham Guillermo Franco staðfesti í samtali við Sky Sports fréttastofuna í dag að hann hafi skrifað undir samning við West Ham fram í júní á næsta ári en hinn 32 ára gamli framherji hefur verið án félags síðan hann hætti hjá Villarreal í lok síðasta keppnistímabils. 11.9.2009 17:00
Tevez vill gera allt til þess að ná United-leiknum Hnémeiðsli Carlos Tevez eru það slæm að hann gæti verið frá í tvær til þrjár vikur. Tevez meiddist í tapleik argentínska landsliðsins á móti Brasilíu um síðustu helgi. 11.9.2009 15:30