Enski boltinn

Tevez vill gera allt til þess að ná United-leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez er fyrrum leikmaður Manchester United.
Carlos Tevez er fyrrum leikmaður Manchester United. Mynd/AFP

Hnémeiðsli Carlos Tevez eru það slæm að hann gæti verið frá í tvær til þrjár vikur. Tevez meiddist í tapleik argentínska landsliðsins á móti Brasilíu um síðustu helgi.

Tevez vill gera allt til þess að ná leiknum á móti sínum gömlu félögum í Manchester United en það er ekki líklegt að hann verði orðinn góður af meiðslunum fyrir þann leik sem fer fram 20. september.

„Læknar argentínska landsliðsins segja að hann verði frá í tvær til þrjár vikur. Við teljum að sá tími gæti styst eitthvað en það er óvíst hvort hann nái sér góðum fyrir derby-slaginn," sagði Mark Hughes, stjóri Manchester City.

„Við gerum allt til þess að hann verði orðinn góður því það af augljósum ástæðum dauðlangar honum að spila þennan leik," sagði Hughes.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×