Enski boltinn

Ancelotti er ekki smeykur við yfirvofandi bann

Ómar Þorgeirsson skrifar
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti hjá Chelsea hefur ekki trú á því að bannið sem alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, úrskurðaði um að Lundúnafélagið mætti ekki kaupa leikmenn í eitt ár muni hafa áhrif á gengi félagsins til skemmri tíma.

Hann vonast þó eðlilega til þess að með áfrýjun verði bannið stytt.

„Ég játa það að ákvörðun FIFA kom mér á óvart en vonandi kemur eitthvað jákvætt út úr áfrýjuninni. Ég þarf hins vegar bara að einbeita mér að Chelsea og núverandi leikmannahópi liðsins.

Við erum með mjög gott lið og ég sé ekki fram á að við lendum í vandræðum til skemmri tíma út af banninu," segir Ancelotti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×