Enski boltinn

Robinho frá í tvær til þrjár vikur og missir af United-leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robinho er meiddur á ökkla.
Robinho er meiddur á ökkla. Mynd/AFP

Landsliðsferðir Robinho og Carlos Tevez til Suður-Ameríku voru dýrkeyptar fyrir enska úrvalsdeildarliðið Manchester City því tveir stjörnuleikmenn liðsins meiddust báðir það illa með landsliðum sínum að þeir verða frá í nokkrar vikur.

Forráðamenn Manchester City voru að vonast eftir því að meiðsli Brasilíumannsins Robinho væru ekki eins alvarleg og meiðsli Carlos Tevez en annað hefur komið á daginn. Þeir fengu það staðfest hjá læknum sínum í kvöld.

Ökklameiðsli Robinho eru það alvarlega að hann mun missa af næstu leikjum City og þar á meðal derby-slagnum á móti United um næstu helgi. Það eru líka taldar vera mjög litlar líkur á að Tevez geti verið með í þeim leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×