Enski boltinn

Adebayor segir að Bendtner sé alltof mikill egóisti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emmanuel Adebayor og Nicklas Bendtner.
Emmanuel Adebayor og Nicklas Bendtner. Mynd/AFP
Emmanuel Adebayor og Nicklas Bendtner eru ekki miklir vinir þrátt fyrir að hafa spilað saman hjá Arsenal í nokkur ár. Þeir háðu harða baráttu um sæti í byrjunarliðinu og hún hefur greinilega skilið eftir einhver sár nú þegar Adebayor hefur fært sig um set til Manchester City . Þeir Adebayor og Bendtner verða líklega í aðalhlutverki í dag þegar City tekur á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

„Nicklas hefur átt auðvelda ævi. Hann fékk tækifæri til að koma í akademíuna hjá Arsenal og fékk sín tækifæri með danska landsliðinu. Hann þarf hinsvegar að læra að orð stoppa ekki bolta og þú þarf að hlusta og læra á meðan þú ert ungur. Þú verður að taka við góðum ráðum og leyfa öðrum að hjálpa þér að verða betri," sagði Adebayor og beindi orðum sínum til danska framherjans.

„Ef Cristiano Ronaldo hefði komið til Manchester United og hugsað, Ég er góður, þá væri hann ekki besti leikmaður heims í dag. Hann vann með öðrum leikmönnum United og reyndi að aðlagast leikstíl liðsins. Það voru leikmenn United sem hjálpuðu honum að vera svona góður en Nicklas heldur að hann geti gert orðið góður að sjálfdáðum," sagði Adebayor í viðtalið dönsku netsíðuna bold.dk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×