Enski boltinn

Ancelotti: Við áttum skilið að skora þetta mark

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, fagnaði sigrinum á Stoke.
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, fagnaði sigrinum á Stoke. Mynd/AFP

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, fagnaði vel þegar Florent Malouda tryggði Chelsea 2-1 sigur á Stoke á fjórðu mínútu uppbótartíma. Þetta var fimmti sigur liðsins í fimm leikjum og er Chelsea nú með þriggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

„Við áttum skilið að skora þetta mark því við vorum í sókn allan leikinn. Ég er mjög ánægður því þetta var mjög erfiður leikur," sagði Ancelotti.

„Við náðum mjög góðum tökum á leiknum og héldum pressunni allan tímann. Það bar síðan árangur á endanum. Við vissum alveg hvernig leik við vorum að fara út í og leikur Stoke kom okkur ekki á óvart," sagði Ancelotti.

„Það er alltaf gott að vinna en nú fer í hönd mjög mikilvægur tími þar sem Meistaradeildin er að byrja. Það er alltaf gott að vera á toppnum, það er gott sjálfstraust í liðinu og frábært andrúmsloft í búningsklefanum," sagði Ancelotti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×