Enski boltinn

Adebayor: Fyrirgefið mér en tilfinningarnar tóku yfir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emmanuel Adebayor sést hér skora markið sitt í dag.
Emmanuel Adebayor sést hér skora markið sitt í dag. Mynd/AFP

Emmanuel Adebayor baðst afsökunar á því eftir leik Man. City og Arsenal í dag að hafa hlaupið allan völlinn endilangan til þess að geta fagnað marki sínu fyrir fram stuðningsmenn Arsenal sem voru mættir til Manchester. Emmanuel Adebayor skoraði í fjórða leiknum í röð og átti flottan leik þegar Manchester City vann 4-2 sigur á Arsenal.

„Fyrirgefið mér en tilfinningarnar tóku yfir. Það var það sem gerðist. Ég var rosalega ánægður með að skora og fyrir leikinn höfðu margir verið að segja og skrifa ýmislegt um mig. Þeir sem þekkja mig og elska mig vita hversu tilfinningaríkur ég er," sagði Adebayor sem fékk gult spjald fyrir hegðun sína.

Emmanuel Adebayor gæti þó verið í meiri vandræðum enda stórhættulegt að gera í því að storka eldheitum stuðningsmönnum andstæðinganna sem hafa ferðast langa leið til þess að styðja sitt lið. Enska knattspyrnusambandið mun örugglega taka þetta fyrir sem og þegar hann setti takkana í andlit Robin Van Persie. Adebayor gæti því verið á leiðinni í leikbann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×