Enski boltinn

Defoe og Redknapp bestir í ágúst

Ómar Þorgeirsson skrifar
Jermain Defoe.
Jermain Defoe. Nordic photos/AFP

Framherjinn Jermain Defoe og knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham urðu fyrir valinu sem leikmaður og stjóri ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Tottenham hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og unnið alla fjóra leiki sína í deildinni, þar á meðal leik gegn Liverpool.

Defoe hefur leikið afar vel fyrir Tottenham í þessum leikjum en hann hefur skorað fjögur mörk í þeim.

Þetta er í fyrsta skipti sem Defoe hefur verið valinn leikmaður mánaðarins en Redknapp er að fá verðlaun sem knattspyrnustjóri mánaðarins í sjötta skiptið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×