Enski boltinn

Thomas Sorensen: Meiðslin eru ekki eins slæm og ég óttaðist

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thomas Sorensen er markvörður danska landsliðsins sem er á leiðinni á HM.
Thomas Sorensen er markvörður danska landsliðsins sem er á leiðinni á HM. Mynd/AFP

Danski markvörðurinn Thomas Sorensen hjá Stoke meiddist í leik Stoke og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær og varð að yfirgefa völlinn á 41. mínútu leiksins. Varamarkvörðurinn Steve Simonsen tók stöðu hans í marki Stoke.

„Meiðslin eru ekki eins slæm ég óttaðist en við verðum bara að sjá til hvernig þetta verður í vikulokin," sagði Sorensen sem tognaði aftan í læri. Hann fór útaf í stöðunni 1-0 fyrir Stoke en Chelsea skoraði mörk í uppbótartímum beggja hálfleikja og tryggði sér þrjú stig.

„Þetta voru mikil vonbrigði því allir börðust og gáfu allt sitt í þetta. það var bara ekki nóg. Það er að sjálfsögðu svekkjandi að tapa leiknum á marki á síðustu mínútu en við tökum fullt af jákvæðum hlutum úr þessum leik," sagði Sorensen.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×