Bale af golfvellinum og á skjáinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2025 23:30 Kann vel við sig á vellinum þó hann sé ekki að spila sjálfur. Michael Regan/Getty Images Þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna og snúið sér nær alfarið að golfi hefur Gareth Bale ákveðið að halda sér í sviðsljósinu með því að semja við TNT Sports. Mun hann vera hluti af teymi fjölmiðilsins í kringum ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu. Hinn 26 ára gamli Bale gerði garðinn frægan hjá Tottenham Hotspur og Real Madríd ásamt því að spila 111 A-landsleiki fyrir Wales. Um tíma var hann einn besti leikmaður heims en oftar en ekki var efast um ástríðu hans fyrir leiknum. Bale sjálfur ýtti undir slíka orðróma með því að gefa í skyn að honum fyndist skemmtilegra í golfi. Áhuginn á fótbolta er hins vegar slíkur að hann hefur nú skrifað undir eins árs samning við TNT Sports. New season. New additions 🔥We’re proud to welcome Gareth Bale, Fara Williams, Michail Antonio, Jen Beattie and Anita Asante to the TNT Sports Football team for the 2025/26 season 🙌 pic.twitter.com/Wr0sgmOT2N— Football on TNT Sports (@footballontnt) August 11, 2025 Segja má að Bale sé að leysa Rio Ferdinand af hólmi sem ákvað eftir tólf ár hjá fjölmiðlinum að kalla þetta gott. Ferdinand ætlar að eltast við önnur viðskiptatækifæri og eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. TNT Sports hefur ekki kynnt teymi sitt fyrir komandi tímabil en hefur opinberað að Bale er ekki eina nýja nafnið sem mætir til leiks. Michail Antonio, sem spilaði í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð er meðal þeirra sem munu starfa fyrir TNT Sports á komandi tímabili. Þær Fara Williams, Jen Beattie og Anita Asante munu sömuleiðis ganga til liðs við TNT-fjölskylduna. TNT Sports mun sýna 52 leiki ensku úrvalsdeildarinnar á komandi tímabili, þar af verða 32 hádegisleikir. Sýn Sport mun sýna alla 380 leiki ensku úrvalsdeildarinnar í beinni útsendingu. Deildin hefst á föstudaginn kemur með leik Liverpool og Bournemouth. Hér má tryggja sér áskrift. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Bale gerði garðinn frægan hjá Tottenham Hotspur og Real Madríd ásamt því að spila 111 A-landsleiki fyrir Wales. Um tíma var hann einn besti leikmaður heims en oftar en ekki var efast um ástríðu hans fyrir leiknum. Bale sjálfur ýtti undir slíka orðróma með því að gefa í skyn að honum fyndist skemmtilegra í golfi. Áhuginn á fótbolta er hins vegar slíkur að hann hefur nú skrifað undir eins árs samning við TNT Sports. New season. New additions 🔥We’re proud to welcome Gareth Bale, Fara Williams, Michail Antonio, Jen Beattie and Anita Asante to the TNT Sports Football team for the 2025/26 season 🙌 pic.twitter.com/Wr0sgmOT2N— Football on TNT Sports (@footballontnt) August 11, 2025 Segja má að Bale sé að leysa Rio Ferdinand af hólmi sem ákvað eftir tólf ár hjá fjölmiðlinum að kalla þetta gott. Ferdinand ætlar að eltast við önnur viðskiptatækifæri og eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. TNT Sports hefur ekki kynnt teymi sitt fyrir komandi tímabil en hefur opinberað að Bale er ekki eina nýja nafnið sem mætir til leiks. Michail Antonio, sem spilaði í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð er meðal þeirra sem munu starfa fyrir TNT Sports á komandi tímabili. Þær Fara Williams, Jen Beattie og Anita Asante munu sömuleiðis ganga til liðs við TNT-fjölskylduna. TNT Sports mun sýna 52 leiki ensku úrvalsdeildarinnar á komandi tímabili, þar af verða 32 hádegisleikir. Sýn Sport mun sýna alla 380 leiki ensku úrvalsdeildarinnar í beinni útsendingu. Deildin hefst á föstudaginn kemur með leik Liverpool og Bournemouth. Hér má tryggja sér áskrift.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira