Fótbolti

Eyjólfur tryggði GAIS jafntefli með marki á síðustu mínútunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eyjólfur Héðinsson.
Eyjólfur Héðinsson. Mynd/Heimasíða GAIS

Eyjólfur Héðinsson tryggði GAIS 2-2 jafntefli á útivelli á móti Elfsborg. Markið skoraði Eyjólfur á síðustu mínútu leiksins en aðeins fjórum mínútum áður héldu heimamenn að þeir hefðu tryggt sér sigurinn í leiknum.

Eyjólfur lék allan leikinn á vinstri vængnum hjá GAIS en hann var eini Íslendingurinn sem tók þátt í leiknum.

GAIS er eftir leikinn í tólfta sæti deildarinnar en Elfsborg er hinsvegar enn í 3. til 4. sæti með jafnmörk stig og IFK Gautaborg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×