Enski boltinn

Benitez: Babel ekki fáanlegur á láni

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rafa Benitez.
Rafa Benitez. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur aðvarað vængmanninn Ryan Babel að hann sé að spila fyrir framtíð sinni hjá Liverpool en leikmaðurinn hefur ekki beint náð að slá í gegn síðan hann kom til félagsins árið 2007 á 11,5 milljónir punda.

Sögusagnir voru á kreiki um að Ajax væri að reyna að fá leikmanninn á láni áður en félagaskiptaglugginn lokaði 1. september og myndi reyna aftur að fá hann þegar janúarglugginn opnar. Benitez hefur aftur á móti neitað því að Babel sé á förum á láni.

„Ég er búinn að tala við Ryan um framhaldið og ég hef líka sagt honum að ég vilji ekki lána hann frá Liverpool. Hann á að vera hér áfram og berjast fyrir sæti sínu í byrjunarliðinu," er haft eftir Benitez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×