Umfjöllun: Fylkismenn kláruðu áhugalausa Þróttara Andri Ólafsson skrifar 13. september 2009 13:00 Fylkismaðurinn Pape Mamadou Faye var á skotskónum með 19 ára landsliðinu. Mynd/Stefán Hann var ekkert sérlega áferðafallegur, né skemmtilegur, fótboltinn sem Fylkismenn og Þróttarar buðu upp á í Árbænum í dag. Það var kannski ekki við öðru að búast af Þrótturum enda þeir fallnir um deild en Fylkismenn komu á óvart með áhugaleysi sínu framan af. Fyrri hálfleikur var að mestu tíðindalaus fyrir utan nokkur hálffæri sem bæði lið náðu að skapa sér. Fylkismenn fengu sínu fleiri en þeir náðu samt aldrei að opna vörn Þróttara upp á gátt. Þróttarar reyndu að sitja til baka og sækja hratt þegar þeir unnu boltann en til þess að það beri árangur þurfa Magnús Lúðvíksson og Hafþór Ægir að sýna betri leik en þeir gerðu í dag. Staðan í hálfleik var markalaus. Seinni hálfleikur var öllu betri hjá Fylkismönnum en sá fyrri. Baráttan sem hefur skilað þeim meirihlutanum af þeim stigum sem þeir hafa fengið í sumar fór að sjást og Þróttarar létu smátt og smátt undan þrýstingi. Það var svo á 54. mínútu að markið kom loksins hjá Fylkismönnum en hurð hafði oft skollið nærri hælum fram að því. Fín sókn leiddi til þess að Ingimundur Níels fékk boltann í fæturnar rétt fyrir utan teig, vinstra megin. Hann sótti að marki en renndi boltanum svo inn fyrir vörn Þróttara þar sem Albert Ingason var mættur, en vörn Þróttara hafði reynt að spila hann rangstæðan. Það gekk ekki og Albert setti boltan framjá Henryk og í netið. Það er ekki hægt að segja að sigur Fylkismanna hafi verið í hættu eftir þetta enda lítið fyrir Þróttara að spila upp á annað en stoltið. Fylkismenn bættu fljótlega öðru marki við en þar var að verki hinn efnilega Pape Mamadou Faye með sitt fyrsta mark í sumar. Pape fagnaði gríðarlega enda lýsti hann því í viðtali við Visi eftir leik að hann hefði verið orðinn afar óþreyjufullur eftir fyrsta markinu sínu. Síðustu mínútur leiksins voru opnar og bæði lið fengu færi til að skora mörk. Þróttarar virtust samt margir eingöngu vera að bíða eftir að leikurinn yrði flautaður af. Sem fyrr segir var Rafn Andri yfirburðarmaður í þeirra liði. Aðrir Þróttarar áttu ekkert sérstakan dag. Þrátt fyrir sigurinn voru Fylkismenn langt frá sínu besta í dag. Stemninginn var ekki til staðar löngum stundum og Fylkismenn vita það manna best að án baráttunnar eru þeir ekki líklegir til afreka. Fylkismenn gerðu hins vegar fá mistök í leiknum og góðu kaflarnir þeirra nægðu til að klára Þróttara. Þeirra bestu menn í sumar, Kjartan Ágúst, Ingimundur og Ásgeir Börkur voru ekki alveg upp á sitt besta í dag en í staðinn steig Valur Fannar vel upp og átti góðan leik. Hann dreifði spilinu vel og var fastur fyrir í öllum sínum aðgerðum. Svo fastur að Þróttarar lágu margoft í valnum eftir viðskipti sín við hann.Fylkir - Þróttur 2-01-0 Albert Brynjar Ingason (54.) 2-0 Pape Mamadou Faye (67.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 842 Dómari: Erlendur Eiríksson (7) Skot (á mark): 16-13 (8-6) Varin skot: Ólafur 6 - Henryk 6. Horn: 6-4 Aukaspyrnur fengnar: 9-7 Rangstöður: 3-0 Fylkir (4-1-4-1): Ólafur Þór Gunnarsson 7 Þórir Hannesson 6 (80. Davíð Þór Ásbjörnsson -) Einar Pétursson 6 Kristján Valdimarsson 6 Tómas Þorsteinsson 6 (65. Pape Mamadou Faye) 7Valur Fannar Gíslason 7 (ML)Ingimundur Níels Óskarsson 7 (65. Jóhann Þórhallsson) 5 Halldór Arnar Hilmisson 6 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7 Kjartan Ágúst Breiðdal 7 Albert Brynjar Ingason 6 Þróttur (4-2-3-1): Henryk Boeker 6 Jón Ragnar Jónsson 4 Runólfur Sveinn Sigmundsson 5 Dennis Danry 4 Þórður Steinn Hreiðarsson 5 (81. Birkir Pálsson -) Hallur Hallsson 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Magnús Már Lúðvíksson 5 (67. Andrés Vilhjálmsson) 5 Rafn Andri Haraldsson 7 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 4 (67. Oddur Ingi Guðmundsson) 5 Samuel Malson 6 Leiknum var lýst beint hér á Vísi. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fylkir - Þróttur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira
Hann var ekkert sérlega áferðafallegur, né skemmtilegur, fótboltinn sem Fylkismenn og Þróttarar buðu upp á í Árbænum í dag. Það var kannski ekki við öðru að búast af Þrótturum enda þeir fallnir um deild en Fylkismenn komu á óvart með áhugaleysi sínu framan af. Fyrri hálfleikur var að mestu tíðindalaus fyrir utan nokkur hálffæri sem bæði lið náðu að skapa sér. Fylkismenn fengu sínu fleiri en þeir náðu samt aldrei að opna vörn Þróttara upp á gátt. Þróttarar reyndu að sitja til baka og sækja hratt þegar þeir unnu boltann en til þess að það beri árangur þurfa Magnús Lúðvíksson og Hafþór Ægir að sýna betri leik en þeir gerðu í dag. Staðan í hálfleik var markalaus. Seinni hálfleikur var öllu betri hjá Fylkismönnum en sá fyrri. Baráttan sem hefur skilað þeim meirihlutanum af þeim stigum sem þeir hafa fengið í sumar fór að sjást og Þróttarar létu smátt og smátt undan þrýstingi. Það var svo á 54. mínútu að markið kom loksins hjá Fylkismönnum en hurð hafði oft skollið nærri hælum fram að því. Fín sókn leiddi til þess að Ingimundur Níels fékk boltann í fæturnar rétt fyrir utan teig, vinstra megin. Hann sótti að marki en renndi boltanum svo inn fyrir vörn Þróttara þar sem Albert Ingason var mættur, en vörn Þróttara hafði reynt að spila hann rangstæðan. Það gekk ekki og Albert setti boltan framjá Henryk og í netið. Það er ekki hægt að segja að sigur Fylkismanna hafi verið í hættu eftir þetta enda lítið fyrir Þróttara að spila upp á annað en stoltið. Fylkismenn bættu fljótlega öðru marki við en þar var að verki hinn efnilega Pape Mamadou Faye með sitt fyrsta mark í sumar. Pape fagnaði gríðarlega enda lýsti hann því í viðtali við Visi eftir leik að hann hefði verið orðinn afar óþreyjufullur eftir fyrsta markinu sínu. Síðustu mínútur leiksins voru opnar og bæði lið fengu færi til að skora mörk. Þróttarar virtust samt margir eingöngu vera að bíða eftir að leikurinn yrði flautaður af. Sem fyrr segir var Rafn Andri yfirburðarmaður í þeirra liði. Aðrir Þróttarar áttu ekkert sérstakan dag. Þrátt fyrir sigurinn voru Fylkismenn langt frá sínu besta í dag. Stemninginn var ekki til staðar löngum stundum og Fylkismenn vita það manna best að án baráttunnar eru þeir ekki líklegir til afreka. Fylkismenn gerðu hins vegar fá mistök í leiknum og góðu kaflarnir þeirra nægðu til að klára Þróttara. Þeirra bestu menn í sumar, Kjartan Ágúst, Ingimundur og Ásgeir Börkur voru ekki alveg upp á sitt besta í dag en í staðinn steig Valur Fannar vel upp og átti góðan leik. Hann dreifði spilinu vel og var fastur fyrir í öllum sínum aðgerðum. Svo fastur að Þróttarar lágu margoft í valnum eftir viðskipti sín við hann.Fylkir - Þróttur 2-01-0 Albert Brynjar Ingason (54.) 2-0 Pape Mamadou Faye (67.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 842 Dómari: Erlendur Eiríksson (7) Skot (á mark): 16-13 (8-6) Varin skot: Ólafur 6 - Henryk 6. Horn: 6-4 Aukaspyrnur fengnar: 9-7 Rangstöður: 3-0 Fylkir (4-1-4-1): Ólafur Þór Gunnarsson 7 Þórir Hannesson 6 (80. Davíð Þór Ásbjörnsson -) Einar Pétursson 6 Kristján Valdimarsson 6 Tómas Þorsteinsson 6 (65. Pape Mamadou Faye) 7Valur Fannar Gíslason 7 (ML)Ingimundur Níels Óskarsson 7 (65. Jóhann Þórhallsson) 5 Halldór Arnar Hilmisson 6 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7 Kjartan Ágúst Breiðdal 7 Albert Brynjar Ingason 6 Þróttur (4-2-3-1): Henryk Boeker 6 Jón Ragnar Jónsson 4 Runólfur Sveinn Sigmundsson 5 Dennis Danry 4 Þórður Steinn Hreiðarsson 5 (81. Birkir Pálsson -) Hallur Hallsson 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Magnús Már Lúðvíksson 5 (67. Andrés Vilhjálmsson) 5 Rafn Andri Haraldsson 7 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 4 (67. Oddur Ingi Guðmundsson) 5 Samuel Malson 6 Leiknum var lýst beint hér á Vísi. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fylkir - Þróttur
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira