Enski boltinn

Áfall fyrir Everton-liðið - Arteta í aðra aðgerð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikel Arteta hefur ekkert spilað með Everton síðan í febrúar.
Mikel Arteta hefur ekkert spilað með Everton síðan í febrúar. Mynd/AFP
Everton varð fyrir áfalli í gær þegar ljóst varð að Mikel Arteta þurfi að fara í aðra aðgerð á hné. Spænski miðjumaðurinn hefur verið frá síðan í febrúar þegar hann meiddist á liðbandi í hné.

Arteta var á góðri leið þar til að hann fór að finna til í hnénu og ákveðið var að senda hann í aðra aðgerð. David Moyes, stjóri Everton, telur að þetta þýði að það séu enn sex vikur í endurkomu Spánverjans.

„Þetta er mikil áfall fyrir bæði hann og okkar lið. Hann hefði annars getað byrjað að æfa með liðinu í þessari viku. Hann fór í aðgerðina á Spáni en ég hef ekki talað við hann eftir hana," sagði Moyes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×