Enski boltinn

Emmanuel Adebayor skoraði í fjórða leiknum í röð og City vann Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emmanuel Adebayor var í sviðsljósinu á móti Arsenal í dag,
Emmanuel Adebayor var í sviðsljósinu á móti Arsenal í dag, Mynd/AFP

Sigurganga Manchester City hélt áfram í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðið vann þá 4-2 heimasigur á Arsenal. Emmanuel Adebayor fór mikinn á móti sínum gömlu félögum og skoraði meðal annars þriðja mark City. Emmanuel Adebayor hefur þar með skoraði fjórum fyrstu leikjum sínum á tímabilinu.

Emmanuel Adebayor lét sína gömlu félaga finna fyrir því í leiknum bæði með snilli með boltann en eins í öllum tæklingum sem hann fór í. Það voru nokkrir hans gamla félaga sem lágu í grasinu eftir tæklingar frá Adebayor í dag. Þegar Emmanuel Adebayor skoraði markið sitt hljóð hann allan völlinn til þess að storka stuðningsmönnum Arsenal.

Yossi Benayoun skoraði þrennu fyrir Liverpool sem vann öruggan sigur á nýliðum Burnley.

Chelsea skoraði bæði mörkin sín í uppbótartíma í 2-1 sigri á Stoke. Didier Drogba jafnaði leikinn með marki í uppbótartíma í fyrri hálfleik og Florent Malouda tryggði Chelsea síðan fimm sigurinn í fimm leikjum á fjórðu mínútu uppbótartíma í seinni hálfleik. Leikurinn tafðist mikið vegna meiðsla James Beattie og Thomas Sörensen í liði Stoke.

Sunderland er líka í hópi efstu liða eftir 4-1 sigur á Hull þar sem Michael Turner skoraði síðasta markið á móti sínum gömlu félögum.

Úrslit og markaskorarar í enska boltanum í dag:

Blackburn-Wolves 3-1

1-0 El-Hadji Diouf (20.), 2-0 Jason Roberts (60.), 3-0 David Dunn (65.), 3-1 Stefan Maierhofer (88.)

Liverpool-Burnley 4-0

1-0 Yossi Benayoun (27.), 2-0 Dirk Kuyt (41.), 3-0 Yossi Benayoun (61.), 4-0 Yossi Benayoun (81.)

Man. City-Arsenal 4-2

1-0 Micah Richards (20.) 1-1 Robin Van Persie (62.), 2-1 Craig Bellamy (75.), 3-1 Emmanuel Adebayor (81.), 4-1 Shaun Wright-Phillips (84.), 4-2 Tomas Rosicky (88.)

Portsmouth-Bolton 2-3

0-1 Tamir Cohen (14.), 1-1 Younes Kaboul (26.), 1-2 Matthew Taylor (43.), 2-2 Kevin Boateng (64.), 2-3 Gary Cahill (88.)

Stoke-Chelsea 1-2

1-0 Abdoulaye Diagne-Faye (32.), 1-1 Didier Drogba (45.+3), 1-2 Florent Malouda (90.+4)

Sunderland-Hull 4-1

1-0 Darren Bent (13.), 1-1 Kamil Zayatte (42.), 2-1 Andy Reid (49.), 3-1 Darren Bent (64.), 4-1 Michael Turner (76.).

Wigan-West Ham United 1-0

1-0 Hugo Rodallega (57.)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×