Fótbolti

McLeish styður við bakið á Burley

Ómar Þorgeirsson skrifar
George Burley.
George Burley. Mynd/Daníel

Knattspyrnustjórinn Alex McLeish hjá nýliðum Birmingham í ensku úrvalsdeildinni hefur komið landa sínum George Burley til varnar en margir hafa talið að hann eigi að víkja sem landsliðsþjálfari Skotlands eftir að liðinu mistókst að vinna sér sæti í umspili um laust sæti á lokakeppni HM 2010.

Burley tók við landsliðsþjálfarastöðunni af McLeish á sínum tíma.

„Það er alveg skiljanlegt að þessi umræða um landsliðsþjálfarastarfið fari í gang eftir að SKotlandi mistókst að komast á HM 2010 því svona er fótboltinn.

Ég er hins vegar á því að Burley sé á réttri leið með liðið og síðustu tveir leikirnir í undankeppninni báru merki um það. Það er því í raun engin ástæðu fyrir því að hann þurfi að víkja úr starfi," segir McLeish í viðtali við Sky Sports fréttastofuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×