Umfjöllun: Vítaspyrna Sigurbjarnar tryggði Val stig annan leikinn í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2009 13:00 Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrirliði Vals, er búinn að tryggja liðinu jafntefli í tveimur leikjum í röð. Mynd/Stefán Stjörnumenn voru aðeins nokkrum mínútum frá því að vinna fyrsta útisigur sinn síðan 14. maí þegar þeir sóttu Valsmenn heim að Hlíðarenda í dag. Liðin gerðu 3-3 jafntefli í opnum og kaflaskiptum leik. Valsmenn fengu ódýra vítaspyrnu tveimur mínútum fyrir leikslok og fyrirliði Valsmanna, Sigurbjörn Hreiðarsson, tryggði sínum mönnum stig annan leikinn í röð þegar hann skoraði af öryggi úr vítaspyrnu. Stjörnumenn áttu að geta verið búnir að gera út um leikinn með því að nýta eitthvað af fjölmörgum dauðafærum sínum í seinni hálfleik en þeir gátu einnig þakkað fyrir að vera bara 2-1 undir í hálfleik. Leikurinn var mjög kaflaskiptur en yfirburðir Stjörnumanna stóran hluta seinni hálfleiksins átti þó að skila þeim meiru en einu stigi úr þessum leik. Liðin skoruðu úr fyrstu skotum sínum í leiknum og komu bæði mörkin eftir hornspyrnur. Stjarnan skoraði fyrsta markið á 3. mínútu þegar Birgir Hrafn Birgisson skallaði boltann inn eftir horn frá Hafstein Rúnari Helgasyni. Boltinn kom reyndar aldrei við netið þar sem Valsmenn reyndu að bjarga á marklínu en Viðar Helgason aðstoðardómari dæmdi að boltinn hafi farið inn fyrir línuna. Valsmenn jöfnuðu sex mínútum síðar þegar Helgi Sigurðsson skallaði laglega inn hornspyrnu Baldurs Aðalsteinssonar sem lék sem vinstri bakvörður en tók allar aukaspyrnur og hornspyrnur Valsliðsins í leiknum. Arnar Sveinn Geirsson fékk síðan algjört dauðafæri tveimur mínútum síðar þegar hann komst inn í sendingu til markvarðar en Arnar hitti ekki tómt markið. Arnar Sveinn Geirsson bætti fyrir þetta níu mínútum síðar þegar hann kom Valsmönnum yfir með skoti úr markteignum eftir flotta sendingu Helga Sigurðssonar fyrir markið. Arnar Sveinn var réttur maður á réttum stað og afgreiddi boltann örugglega í markið. Valsmenn óðu í færum á þessum tíma og Bjarni Þórður Halldórsson hafði mikið að gera í markinu. Hann varði meðal annars frá Pétri Georg Markan sem hafði sloppið einn inn í teig og var í algjöru dauðafæri. Stjörnumenn byrjuðu seinni hálfleikinn vel og gerðust nokkru sinnum ágengir upp við Valsmarkið. Valsmenn fengu þó fyrsta góða færið þegar Pétur Georg Markan átti skot rétt framhjá eftir skyndisókn. Það kom vel út hjá Stjörnunni að færa Daníel Laxdal inn á miðjuna. Á 54. mínútu fór Stjörnuliðið illa með mjög gott færi þegar Jóhann Laxdal ákvað að gefa boltann til hliðar þegar hann var í miklu betra færi sjálfur. Þá var komið að þætti Þorvaldar Árnasonar sem skoraði tvö mörk á einni og hálfri mínútu. Fyrst afgreiddi boltann eftir að Jóhann Laxdal hafði framlengt innkast til hans og svo skoraði hann með laglegum skalla eftir hornspyrnu frá Hafsteini Rúnari Helgasyni. Valsmaðurinn Atli Sveinn Þórarinsson átti mjög óvænt en hættulegt skot á 82. mínútu en Bjarni Þórður Halldórsson varði það vel í Stjörnumarkinu. Sóknartilraunir Valsmanna voru þó hálfbitlausar á móti baráttuglöðum Garðbæingum. Stjörnumenn áttu að gera út um leikinn þegar þeir fengu tvö dauðafæri með sekúndu millibili á 83. mínútu, fyrst Daníel Laxdal eftir samvinnu við varamanninn Magnús Jón Björgvinsson og svo gat Þorvaldur Árnason innsiglað þrennuna eftir sendingu frá Daníel. Stjörnuliðið nýtti hinsvegar ekki færin eða yfirburði sína í seinni hálfleik og það kostaði liðið tvö stig því Valsmenn gáfust ekki upp og náðu að jafna leikinn. Það var á 88. mínútu að Gunnar Jarl Jónsson dæmdi ódýra vítaspyrnu þegar Marel Baldvinsson var togaður niður í teignum. Stjörnumenn mótmæltu og stuðningsmennirnir misstu sig alveg en það breytti því ekki að vítið stóð. Sigurbjörn Hreiðarsson skoraði af öryggi úr vítinu. Valur-Stjarnan 3-3 0-1 Birgir Hrafn Birgisson (3.) 1-1 Helgi Sigurðsson (9.) 2-1 Arnar Sveinn Geirsson (24.) 2-2 Þorvaldur Árnason (58.) 2-3 Þorvaldur Árnason (59.) 3-3 Sigurbjörn Hreiðarsson, víti (88.) Vodafone-völlur. Áhorfendur: Ekki uppgefið. Dómari: Gunnar Jarl Jónsson (7) Skot (á mark): 12-14 (6-7) Varin skot: Kjartan 4 - Bjarni Þórður 3. Horn: 5-9 Aukaspyrnur fengnar: 10-14 Rangstöður: 8-1 Valur (4-4-2): Kjartan Sturluson 6 Einar Marteinsson 5 Reynir Leósson 6 Atli Sveinn Þórarinsson 5 Baldur Aðalsteinsson 6 Matthías Guðmundsson 5 (80., Guðmundur Steinn Hafsteinsson -) Baldur Bett 4 (74., Marel Baldvinsson -) Sigurbjörn Hreiðarsson 6 Pétur Georg Markan 6 (58., Viktor Unnar Illuason 5) Arnar Sveinn Geirsson 7 Helgi Sigurðsson 6 Stjarnan (4-4-2): Bjarni Þórður Halldórsson 7 Bjarki Páll Eysteinsson 7 (77., Grétar Atli Grétarsson -) Baldvin Sturluson 6Daníel Laxdal 8 - Maður leiksins - Hafsteinn Rúnar Helgason 6 Jóhann Laxdal 6 Björn Pálsson 6 Birgir Hrafn Birgisson 5 (46., Guðni Rúnar Helgason 6) Halldór Orri Björnsson 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 (80., Magnús Jón Björgvinsson ) Þorvaldur Árnason 7 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Stjörnumenn voru aðeins nokkrum mínútum frá því að vinna fyrsta útisigur sinn síðan 14. maí þegar þeir sóttu Valsmenn heim að Hlíðarenda í dag. Liðin gerðu 3-3 jafntefli í opnum og kaflaskiptum leik. Valsmenn fengu ódýra vítaspyrnu tveimur mínútum fyrir leikslok og fyrirliði Valsmanna, Sigurbjörn Hreiðarsson, tryggði sínum mönnum stig annan leikinn í röð þegar hann skoraði af öryggi úr vítaspyrnu. Stjörnumenn áttu að geta verið búnir að gera út um leikinn með því að nýta eitthvað af fjölmörgum dauðafærum sínum í seinni hálfleik en þeir gátu einnig þakkað fyrir að vera bara 2-1 undir í hálfleik. Leikurinn var mjög kaflaskiptur en yfirburðir Stjörnumanna stóran hluta seinni hálfleiksins átti þó að skila þeim meiru en einu stigi úr þessum leik. Liðin skoruðu úr fyrstu skotum sínum í leiknum og komu bæði mörkin eftir hornspyrnur. Stjarnan skoraði fyrsta markið á 3. mínútu þegar Birgir Hrafn Birgisson skallaði boltann inn eftir horn frá Hafstein Rúnari Helgasyni. Boltinn kom reyndar aldrei við netið þar sem Valsmenn reyndu að bjarga á marklínu en Viðar Helgason aðstoðardómari dæmdi að boltinn hafi farið inn fyrir línuna. Valsmenn jöfnuðu sex mínútum síðar þegar Helgi Sigurðsson skallaði laglega inn hornspyrnu Baldurs Aðalsteinssonar sem lék sem vinstri bakvörður en tók allar aukaspyrnur og hornspyrnur Valsliðsins í leiknum. Arnar Sveinn Geirsson fékk síðan algjört dauðafæri tveimur mínútum síðar þegar hann komst inn í sendingu til markvarðar en Arnar hitti ekki tómt markið. Arnar Sveinn Geirsson bætti fyrir þetta níu mínútum síðar þegar hann kom Valsmönnum yfir með skoti úr markteignum eftir flotta sendingu Helga Sigurðssonar fyrir markið. Arnar Sveinn var réttur maður á réttum stað og afgreiddi boltann örugglega í markið. Valsmenn óðu í færum á þessum tíma og Bjarni Þórður Halldórsson hafði mikið að gera í markinu. Hann varði meðal annars frá Pétri Georg Markan sem hafði sloppið einn inn í teig og var í algjöru dauðafæri. Stjörnumenn byrjuðu seinni hálfleikinn vel og gerðust nokkru sinnum ágengir upp við Valsmarkið. Valsmenn fengu þó fyrsta góða færið þegar Pétur Georg Markan átti skot rétt framhjá eftir skyndisókn. Það kom vel út hjá Stjörnunni að færa Daníel Laxdal inn á miðjuna. Á 54. mínútu fór Stjörnuliðið illa með mjög gott færi þegar Jóhann Laxdal ákvað að gefa boltann til hliðar þegar hann var í miklu betra færi sjálfur. Þá var komið að þætti Þorvaldar Árnasonar sem skoraði tvö mörk á einni og hálfri mínútu. Fyrst afgreiddi boltann eftir að Jóhann Laxdal hafði framlengt innkast til hans og svo skoraði hann með laglegum skalla eftir hornspyrnu frá Hafsteini Rúnari Helgasyni. Valsmaðurinn Atli Sveinn Þórarinsson átti mjög óvænt en hættulegt skot á 82. mínútu en Bjarni Þórður Halldórsson varði það vel í Stjörnumarkinu. Sóknartilraunir Valsmanna voru þó hálfbitlausar á móti baráttuglöðum Garðbæingum. Stjörnumenn áttu að gera út um leikinn þegar þeir fengu tvö dauðafæri með sekúndu millibili á 83. mínútu, fyrst Daníel Laxdal eftir samvinnu við varamanninn Magnús Jón Björgvinsson og svo gat Þorvaldur Árnason innsiglað þrennuna eftir sendingu frá Daníel. Stjörnuliðið nýtti hinsvegar ekki færin eða yfirburði sína í seinni hálfleik og það kostaði liðið tvö stig því Valsmenn gáfust ekki upp og náðu að jafna leikinn. Það var á 88. mínútu að Gunnar Jarl Jónsson dæmdi ódýra vítaspyrnu þegar Marel Baldvinsson var togaður niður í teignum. Stjörnumenn mótmæltu og stuðningsmennirnir misstu sig alveg en það breytti því ekki að vítið stóð. Sigurbjörn Hreiðarsson skoraði af öryggi úr vítinu. Valur-Stjarnan 3-3 0-1 Birgir Hrafn Birgisson (3.) 1-1 Helgi Sigurðsson (9.) 2-1 Arnar Sveinn Geirsson (24.) 2-2 Þorvaldur Árnason (58.) 2-3 Þorvaldur Árnason (59.) 3-3 Sigurbjörn Hreiðarsson, víti (88.) Vodafone-völlur. Áhorfendur: Ekki uppgefið. Dómari: Gunnar Jarl Jónsson (7) Skot (á mark): 12-14 (6-7) Varin skot: Kjartan 4 - Bjarni Þórður 3. Horn: 5-9 Aukaspyrnur fengnar: 10-14 Rangstöður: 8-1 Valur (4-4-2): Kjartan Sturluson 6 Einar Marteinsson 5 Reynir Leósson 6 Atli Sveinn Þórarinsson 5 Baldur Aðalsteinsson 6 Matthías Guðmundsson 5 (80., Guðmundur Steinn Hafsteinsson -) Baldur Bett 4 (74., Marel Baldvinsson -) Sigurbjörn Hreiðarsson 6 Pétur Georg Markan 6 (58., Viktor Unnar Illuason 5) Arnar Sveinn Geirsson 7 Helgi Sigurðsson 6 Stjarnan (4-4-2): Bjarni Þórður Halldórsson 7 Bjarki Páll Eysteinsson 7 (77., Grétar Atli Grétarsson -) Baldvin Sturluson 6Daníel Laxdal 8 - Maður leiksins - Hafsteinn Rúnar Helgason 6 Jóhann Laxdal 6 Björn Pálsson 6 Birgir Hrafn Birgisson 5 (46., Guðni Rúnar Helgason 6) Halldór Orri Björnsson 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 (80., Magnús Jón Björgvinsson ) Þorvaldur Árnason 7
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki