Enski boltinn

Adebayor: Gott að finna fyrir ást stuðningsmannanna

Ómar Þorgeirsson skrifar
Emmanuel Adebayor.
Emmanuel Adebayor. Nordic photos/AFP

Framherjinn Emmanuel Adebayor er búinn að vera sjóðandi heitur í upphafi keppnistímabilsins með Manchester City og skorað þrjú mörk í þremur leikjum.

Leikmaðurinn segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi um leið og hann kom til City á 25 milljónir punda frá Arsenal í sumar og þakkar stuðningsmönnum City sérstaklega fyrir móttökurnar.

„Ég var ekki búinn að vera lengi hjá City þegar ég fann þá miklu trú sem stuðningsmenn City höfðu á mér og það var mér mikilvægt. Þeir syngja lög um mig og það er gott að finna fyrir ást stuðningsmannanna," segir Adebayor sem mætir sínum gömlu liðsfélögum í Arsenal á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×