Enski boltinn

Franco búinn að skrifa undir hjá West Ham

Ómar Þorgeirsson skrifar
Guillermo Franco.
Guillermo Franco. Nordic photos/AFP

Guillermo Franco staðfesti í samtali við Sky Sports fréttastofuna í dag að hann hafi skrifað undir samning við West Ham fram í júní á næsta ári en hinn 32 ára gamli landsliðsframherji Mexíkó hefur verið án félags síðan hann hætti hjá Villarreal í lok síðasta keppnistímabils.

„West Ham vildi að ég myndi skrifa undir tveggja ára samning en ég var ekki tilbúinn að skuldbinda mig svo lengi og þess vegna nær samningurinn aðeins fram í júní.

Ég er annars mjög ánægður með að koma til Englands og lít á þetta sem frábært tækifæri fyrir mig til þess að sýna mig og sanna," segir Franco.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×