Fleiri fréttir

Mancini færist nær Inter

Brasilíumaðurinn Amantino Mancini, leikmaður Roma, mun að öllum líkindum ganga til liðs við Ítalíumeistara Inter. Samningar eru á lokastigi en kaupverðið er kringum 10 milljónir punda.

Ayesteran að taka við af Queiroz?

Breska blaðið Daily Mail greinir frá því í dag að Pako Ayesteran komi til greina sem eftirmaður Carlos Queiroz hjá Manchester United. Blaðið segir Queiroz fyrsta manninn á lista portúgalska knattspyrnusambandsin til að taka við landsliðinu af Phil Scolari.

Casillas eða Torres fái gullknöttinn

Ítalskir fjölmiðlar segjast í dag hafa heimildir fyrir því að baráttan um gullknöttinn fræga verði milli spænsku landsliðsmannanna Fernando Torres og Iker Casillas.

Fulham í viðræðum við Zamora og Pantsil

Fulham hefur fengið leyfi hjá West Ham til að ræða við þá Bobby Zamora og John Pantsil með það fyrir augum að fá þá í sínar raðir. West Ham-mennirnir tveir eru sagðir helstu skotmörk Roy Hodgson, stjóra Fulham, á leikmannamarkaðnum í sumar.

Sambandið skorti kjark til að ráða mig

Luiz Felipe Scolari hefur upplýst að hann hafi verið tilbúinn að taka við enska landsliðinu eftir að hafa átt fund með forráðamönnum enska knattspyrnusambandsins fyrir tveimur árum síðan.

Ólafur neitaði HK

Ólafur Þórðarson hafnaði í dag tilboði HK um að taka við þjálfun liðsins í Landsbankadeild karla. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Jóhann sagður á förum frá Gais

Gautaborgarpósturinn í Svíþjóð fullyrðir í dag að miðjumaðurinn Jóhann B. Guðmundsson sé á förum fá Gais í sænsku úrvalsdeildinni.

Umboðsmaður Rooney dæmdur í bann

Umboðsmaður knattspyrnumannsins Wayne Rooney var í dag dæmdur í 18 mánaða bann og gert að greiða 300,000 punda sekt fyrir ólöglegt athæfi. Það var enska knattspyrnusambandið sem kærði umboðsmanninn, en hann ætlar að áfrýja niðurstöðunni.

Vilja frekar missa Lampard fyrir ekkert

Chelsea er alveg ákveðið í að halda Frank Lampard og vilja frekar missa hann á frjálsri sölu á næsta ári en selja hann til Inter núna. Frá þessu greina enskir fjölmiðlar í dag.

Trezeguet hættur með landsliðinu

Sóknarmaðurinn David Trezeguet hefur ákveðið að hætta að leika með landsliði Frakklands. Ástæðan er sú ákvörðun franska knattspyrnusambandsins að halda trausti við Raymond Domenech, þjálfara liðsins.

Jónas stendur við hvert einasta orð

Jónas Hallgrímsson ætlar að hætta nú þegar sem þjálfari Völsungs á Húsavík. Hann er mjög ósáttur við yfirlýsinguna sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag og ætlar ekki að klára fyrri umferðina í 2. deild.

KSÍ harmar ummæli þjálfara Völsungs

Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Jónasar Hallgrímssonar, þjálfara Völsungs á Húsavík í 2. deildinni. Jónas hyggst láta af störfum vegna óánægju með dómgæslu í leikjum liðsins í sumar.

Yfirlýsing frá KÞÍ

Þjálfarar á Íslandi hafa verið mikið í sviðsljósinu í sumar og látið þung orð falla. Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sendi frá sér yfirlýsingu fyrir skömmu en henni er beint til þjálfara.

Kvennalið Vals styrkir sig

Íslandsmeistarar Vals í kvennaflokki hafa fengið liðsstyrk. Sophia Mundy er gengin til liðs við félagið frá Aftureldingu en hún hefur vakið mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu hér á landi.

Guðjón á skólabekk með Gareth Southgate

Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, er sestur á skólabekk með nokkrum kunnum köppum. Hann situr námskeið hjá enska knattspyrnusambandinu og mun útskrifast með Pro Licence þjálfaragráðu á næsta ári.

Villa og Chelsea semja um Sidwell

Steve Sidwell er á leið til Aston Villa frá Chelsea fyrir fimm milljónir punda. Sidwell á aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun svo hægt verði að ganga frá sölunni.

Þjálfunin kitlar Arnar og Bjarka

Bjarki Gunnlaugsson sagði við Stöð 2 að hann og Arnar bróðir hans hafi sofið á tilboði HK-inga í nótt. Kópavogsliðið reyndi að fá tvíburana til að taka við þjálfun liðsins en þeir ákváðu á endanum að halda áfram að spila með FH.

Romario hafnaði Murata

Romario ætlar ekki að taka skó sína úr hillunni og leika með S.S. Murata, meisturunum í San Marínó. Murata vildi fá Romario til að leika með liðinu í undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

Tvíburarnir fara ekki frá FH

Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa verið orðaðir við þjálfarastöðuna hjá HK eftir að Gunnar Guðmundsson var rekinn í gær. Sumarið 2006 tóku þeir við stjórnartaumunum hjá ÍA um mitt sumar og gerðu góða hluti.

Phillips til Birmingham

Birmingham hefur fengið sóknarmanninn Kevin Phillips á frjálsri sölu frá West Bromwich Albion. Phillips er 34 ára og fékk boð um nýjan samning hjá WBA sem hann hafnaði.

Benítez vill fá David Villa

Rafa Benítez viðurkennir að David Villa sé á óskalista sínum nú þegar Peter Crouch er á förum til Portsmouth. Villa skoraði fjögur mörk fyrir spænska landsliðið á Evrópumótinu.

Inter gefst ekki upp á Lampard

Ítalíumeistarar Inter munu koma með nýtt tilboð í miðjumanninn Frank Lampard í dag samkvæmt heimildum BBC. Chelsea neitaði tilboði upp á 7,95 milljónir punda í gær.

Barist gegn tillögu Blatter

Voldugustu fótboltafélög Evrópu eru mótfallin tillögu Sepp Blatter um takmörkun á fjölda erlendra leikmanna í liðum og ætla að berjast gegn henni.

Fær UEFA-bikarinn andlitslyftingu?

Knattspyrnusamband Evrópu hyggst breyta fyrirkomulaginu og umgjörðinni í kringum Evrópukeppni félagsliða, UEFA-bikarnum. Keppnin hefur algjörlega fallið í skugga Meistaradeildarinnar síðustu ár.

Carew vill enda ferilinn hjá Villa

John Carew segist vilja enda feril sinn hjá Aston Villa. Hann hefur sinn feril flakkað mikið um Evrópu og átt erfitt með að festa rætur.

Hleb segir ummælin vera uppspuna

Alexander Hleb hefur neitað því að hafa talað illa um Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, og liðsfélaga sinn, Cesc Fabregas. Hleb hefur sterklega verið orðaður við Barcelona.

Lampard ánægður hjá Chelsea

Luiz Felipe Scolari segir að Frank Lampard sé ánægður hjá Chelsea og að hann vilji vera í herbúðum félagsins næstu árin.

„Mjög erfið ákvörðun“

„Þetta var virkilega erfið ákvörðun þar sem Gunnar hefur unnið frábært starf fyrir félagið," sagði Pétur Bergþór Arason, formaður meistaraflokksráðs HK, við Vísi.

Ajax ekkert heyrt í Arsenal

Hollenska félagið Ajax segist ekkert hafa heyrt frá Arsenal varðandi mögulegt kauptilboð í sóknarmanninn Klaas-Jan Huntelaar.

Gunnar rekinn frá HK

Gunnari Guðmundssyni hefur verið sagt upp sem þjálfara HK en þetta kemur fram á vefsíðu félagsins. Gunnar hefur stýrt liðinu í tæp fimm ár eða frá 1. október 2003.

Scolari vill halda Drogba

Luiz Felipe Scolari, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að sóknarmaðurinn Didier Drogba sé í áætlunum sínum. Drogba hefur verið orðaður við Barcelona, AC Milan og Inter.

Daníel á leið frá Val?

Daníel Hjaltason gæti verið á leið frá Íslandsmeisturum Vals. Víkingur Reykjavík og Leiknir Breiðholti hafa sett sig í samband við Val og vilja fá Daníel í sínar raðir.

„Sjáum hvað gerist á næstu dögum“

Fylkismenn hafa tapað fimm leikjum í röð í Landsbankadeild karla og sitja í þriðja neðsta sætinu. Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, sagði í viðtali við Stöð 2 Sport í gær að hann myndi ekki leggja árar í bát og hefði ekki í hyggju að segja upp.

Chelsea neitaði beiðni Inter

Chelsea hefur staðfest að hafa fengið beiðni frá Ítalíumeisturum Inter sem vilja ræða um hugsanleg kaup á Frank Lampard. Chelsea hefur svarað þessari beiðni neitandi, Lampard muni verða áfram hjá liðinu.

Illa komið fram við Barry

Martin Laursen segir að Gareth Barry sé sár yfir því hvernig Aston Villa kemur fram við hann eftir ellefu ára veru hjá félaginu. Barry vill fara til Liverpool og Villa hefur sagt honum að halda sig frá félagssvæðinu meðan gengið er frá sölunni.

Johnson eftirsóttur

Wigan og Sunderland hafa bæði áhuga á að kaupa Andrew Johnson, sóknarmann Everton. David Moyes, stjóri Everton, hefur gefið það út að þessi 27 ára leikmaður sé ekki til sölu.

Ekki í spilunum að láta Gunnar fara

Pétur Bergþór Arason, formaður meistaraflokksráðs HK, segir að ekki sé í spilunum að láta þjálfara liðsins, Gunnar Guðmundsson, taka pokann sinn. HK-ingar sitja á botni Landsbankadeildarinnar og steinlágu 1-6 fyrir Fjölni í gær.

Hleb ósáttur við Wenger

Alexander Hleb er líklega á leið frá Arsenal og til Barcelona. Hann segir að slæm samskipti sín og knattspyrnustjórans Arsene Wenger sé ein helsta ástæða þess að hann vilji yfirgefa enska liðið.

Fimmti ósigur Fylkis í röð

Fylkir tapaði sínum fimmta leik í röð þegar liðið beið lægri hlut fyrir Breiðabliki á heimavelli sínum í kvöld 0-2. Sigur þeirra grænu var aldrei í hættu en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.

Fjölnir rúllaði yfir HK

Fjölnir vann 6-1 útisigur á HK á Kópavogsvelli í kvöld. Fjölnismenn voru betri frá fyrstu mínútu og gerðu út um leikinn með fjórum mörkum í fyrri hálfleiknum.

Hrakfarir Skagamanna halda áfram

ÍA tapaði á heimavelli sínum í kvöld fyrir Grindavík 1-2. Ekkert gengur hjá Skagamönnum um þessar mundir og allt stefnir í að þeirra hlutskipti verði að berjast fyrir lífi sínu í deildinni allt til loka.

Garðar skoraði í tapleik

Garðar Gunnlaugsson skoraði eitt marka Norrköping sem tapaði 4-3 fyrir Hammarby í sænska boltanum í kvöld. Garðar lék allan leikinn fyrir Norrköping en Gunnar Þór Gunnarsson var ónotaður varamaður.

Sjá næstu 50 fréttir