Íslenski boltinn

Gunnar rekinn frá HK

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gunnar Guðmundsson er hættur störfum hjá HK.
Gunnar Guðmundsson er hættur störfum hjá HK.

Gunnari Guðmundssyni hefur verið sagt upp sem þjálfara HK en þetta kemur fram á vefsíðu félagsins. Gunnar hefur stýrt liðinu í tæp fimm ár eða frá 1. október 2003.

Það var meistaraflokksráð HK sem tók þessa ákvörðun en formaður ráðsins, Pétur Bergþór Arason, sagði við Vísi fyrir hádegi að ekki stæði til að reka Gunnar og alveg pottþétt væri að Gunnar myndi stýra næsta leik liðsins.

Tveimur tímum síðar var Gunnar síðan rekinn svo hlutirnir eru greinilega fljótir að gerast í Kópavoginum.

Fram kemur á vefsíðu HK að Gunnar var sjálfur tilbúinn til að halda áfram störfum og glíma við vandann en hafi tekið þessari niðurstöðu af sömu fagmennsku og hefur einkennt öll hans störf fyrir félagið.

Gunnar stýrði HK upp í Landsbankadeildina 2006 og náði að halda liðinu í deildinni í fyrra.






Tengdar fréttir

Ekki í spilunum að láta Gunnar fara

Pétur Bergþór Arason, formaður meistaraflokksráðs HK, segir að ekki sé í spilunum að láta þjálfara liðsins, Gunnar Guðmundsson, taka pokann sinn. HK-ingar sitja á botni Landsbankadeildarinnar og steinlágu 1-6 fyrir Fjölni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×