Fótbolti

Casillas eða Torres fái gullknöttinn

Fernando Torres átti frábæra leiktíð
Fernando Torres átti frábæra leiktíð NordcPhotos/GettyImages

Ítalskir fjölmiðlar segjast í dag hafa heimildir fyrir því að baráttan um gullknöttinn fræga verði milli spænsku landsliðsmannanna Fernando Torres og Iker Casillas.

Gullknötturinn er verðlaun sem franska tímaritið France Football afhendir þeim leikmanni sem þótt hefur skara fram úr á árinu, en fyrir EM í sumar var talið nær öruggt að Cristiano Ronaldo myndi hreppa hnossið.

Portúgalska landsliðið átti hinsvegar ekki gott Evrópumót frekar en Ronaldo sjálfur og því herma fréttir í ítölskum miðlum að fókusinn sé kominn á þá Torres og Casillas sem urðu Evrópumeistarar með spænska landsliðinu - auk þess að eiga mjög góða leiktíð með Liverpool og Real Madrid.

Athygli vekur að spænskur leikmaður hefur ekki unnið til þessara eftirsóttu verðlauna síðan Luis Suarez afrekaði það árið 1960. Hann lék á sínum tíma með Barcelona og Inter Milan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×