Íslenski boltinn

Ólafur neitaði HK

Ólafur Þórðarson hafnaði í dag tilboði HK um að taka við þjálfun liðsins í Landsbankadeild karla. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

HK hefur verið í viðræðum við nokkra menn í dag eftir að Gunnari Guðmundssyni var sagt upp störfum í gærkvöld.

Torfi Sverrisson, formaður knattspyrnudeildar HK, segir félagið vera í viðræðum við ákveðinn aðila en vildi ekki nafngreina hann. Ekki kæmi í ljós í kvöld hver tæki við þjálfarastarfinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×