Íslenski boltinn

Yfirlýsing frá KÞÍ

Elvar Geir Magnússon skrifar

Þjálfarar á Íslandi hafa verið mikið í sviðsljósinu í sumar og látið þung orð falla í fjölmiðlum. Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sendi frá sér yfirlýsingu fyrir skömmu en henni er beint til þjálfara.

Yfirlýsinguna má sjá hér að neðan:

„Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) hvetur þjálfara til að hafa rétt við og framfylgja lögum og reglum. Einnig hvetjum við þjálfara til að vera sjálfum sér og félögum sínum til sóma hvar og hvenær sem er og virða störf annarra þjálfara sem og störf annarra sem að leiknum standa.

Stjórn Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ)."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×