Íslenski boltinn

Daníel á leið frá Val?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Daníel fór frá Víkingi í Val fyrir tímabilið í fyrra. Mynd/Víkingur.net
Daníel fór frá Víkingi í Val fyrir tímabilið í fyrra. Mynd/Víkingur.net

Daníel Hjaltason gæti verið á leið frá Íslandsmeisturum Vals. Víkingur Reykjavík og Leiknir Breiðholti hafa sett sig í samband við Val og vilja fá Daníel í sínar raðir.

„Ég ólst upp í Leikni og var í mörg ár í Víking svo það er í mörg horn að líta," sagði Daníel í viðtali við vefsíðuna Fótbolti.net en bæði Víkingur og Leiknir leika í 1. deildinni.

Daníel lék 12 leiki með Val í Landsbankadeildinni í fyrra en hefur aðeins komið við sögu í einum leik í ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×