Íslenski boltinn

„Sjáum hvað gerist á næstu dögum“

Elvar Geir Magnússon skrifar

Fylkismenn hafa tapað fimm leikjum í röð í Landsbankadeild karla og sitja í þriðja neðsta sætinu. Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, sagði í viðtali við Stöð 2 Sport í gær að hann myndi ekki leggja árar í bát og hefði ekki í hyggju að segja upp.

„Leifur er þjálfari Fylkis í dag. Það er ekkert að fara að breytast á næstu klukkustundum allavega," sagði Hörður Antonsson, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, í samtali við Vísi.

Hörður var fremur fámáll en tók undir það að staða liðsins væri alls ekki ásættanleg. „Í svona stöðu þá eru ýmsir hlutir endurskoðaðir," sagði hann. Aðspurður hvort það væri stjórnarfundur áætlaður sagði hann: „Við fundum reglulega."

Þegar hann var spurður aftur hvort staða Leifs Garðarssonar væri örugg svaraði Hörður: „Sjáum hvað gerist á næstu dögum. Það er leikur framundan gegn FH um helgina."














Fleiri fréttir

Sjá meira


×