Íslenski boltinn

Fjölnir rúllaði yfir HK

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fjölnir rúllaði yfir HK í kvöld.
Fjölnir rúllaði yfir HK í kvöld.

Fjölnir vann 6-1 útisigur á HK á Kópavogsvelli í kvöld.

Fjölnismenn voru betri frá fyrstu mínútu og gerðu út um leikinn með fjórum mörkum í fyrri hálfleiknum.

Gunnar Már Guðmundsson, Ólafur Páll Johnson, Ólafur Páll Snorrason, Magnús Ingi Einarsson og Pétur Georg Markan skoruðu mörk Fjölnis en sá síðastnefndi skoraði tvö. Rúnar Már Sigurjónsson skoraði mark HK.

HK-ingar eru enn í neðsta sæti og færast nær 1. deildinni með hverjum leiknum. Fjölnismenn halda áfram á sömu braut og eru komnir upp í þriðja sæti deildarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×