Íslenski boltinn

Fimmti ósigur Fylkis í röð

Elvar Geir Magnússon skrifar
Breiðablik sótti þrjú stig í Árbæinn í kvöld.
Breiðablik sótti þrjú stig í Árbæinn í kvöld.

Fylkir tapaði sínum fimmta leik í röð þegar liðið beið lægri hlut fyrir Breiðabliki á heimavelli sínum í kvöld 0-2. Sigur þeirra grænu var aldrei í hættu en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.

Nenad Zivanovic skoraði fyrra markið á 12. mínútu. Eftir aukaspyrnu sem kom inn í teiginn barst boltinn til Marels Baldvinssonar sem skallaði til Nenads sem skoraði.

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði síðan annað markið en þetta er hans annað mark í jafnmörgum leikjum. Hann tók boltann á kassann og þrumaði honum í stöngina og inn fyrir utan vítateig. Glæsilegt mark.

Fylkismenn eru aðeins með níu stig, tveimur stigum frá fallsæti. Blikar sigla hinsvegar lygnan sjó um miðja deild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×