Íslenski boltinn

„Mjög erfið ákvörðun“

Elvar Geir Magnússon skrifar
HK tapaði illa fyrir Fjölni í gær.
HK tapaði illa fyrir Fjölni í gær.

„Þetta var virkilega erfið ákvörðun þar sem Gunnar hefur unnið frábært starf fyrir félagið," sagði Pétur Bergþór Arason, formaður meistaraflokksráðs HK, við Vísi.

Gunnar Guðmundsson var látinn fara sem þjálfari liðsins en honum var tilkynnt þetta nú í hádeginu. „Eftir leikinn í gær var alveg ljóst að eitthvað þyrfti að gerast og þetta var ákvörðun meistaraflokksráðs," sagði Pétur en HK tapaði illa fyrir Fjölni í gær 1-6.

Þjálfaraleitin er þegar hafin hjá HK-ingum. „Við stefnum á að vera búnir að ganga frá þessu fyrir næsta leik. Við erum að kanna möguleikana í stöðunni," sagði Pétur en næsti leikur HK er gegn Breiðabliki næsta mánudag.

Meðal nafna sem nefnd hafa verið er Eyjólfur Sverrisson, fyrrum landsliðsþjálfari. Pétur segir að vissulega sé hann á óskalista einhverra HK-inga en hann sé ekki einn þeirra sem til greina koma. Eyjólfur sagði sjálfur við fréttastofu Stöðvar 2 að hann væri ekki á leið aftur í þjálfun í bráð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×