Íslenski boltinn

Ekki í spilunum að láta Gunnar fara

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gunnar Guðmundsson.
Gunnar Guðmundsson.

Pétur Bergþór Arason, formaður meistaraflokksráðs HK, segir að ekki sé í spilunum að láta þjálfara liðsins, Gunnar Guðmundsson, taka pokann sinn.

HK-ingar sitja á botni Landsbankadeildarinnar og steinlágu 1-6 fyrir Fjölni í gær.

Auk þess er liðið úr leik í bikarkeppninni eftir tap gegn 1. deildarliði Hauka á dögunum. Þá hafa ákveðin agavandamál verið innan leikmannahópsins og tveir leikmenn, Damir Muminovic og Goran Brajkovic, verið settir í agabann.

Gunnar hefur náð frábærum árangri sem þjálfari HK síðustu ár en hvorki hefur gengið né rekið hjá liðinu á þessu sumri.

„Eins og staðan er núna þá er ekkert í spilunum að láta Gunnar fara," sagði Pétur við Vísi. Hann sagði að meistaraflokksráð væri ekki búið að funda eftir tapleikinn gegn Fjölni í gær en það ætti að gera.

Spurður hvort Gunnar myndi stýra HK í næsta leik sagði Pétur að það væri alveg pottþétt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×