Fótbolti

Brasilía með stjörnulið á Ólympíuleikunum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ronaldinho.
Ronaldinho.

Landsliðshópur Brasilíu fyrir Ólympíuleikana í Peking í sumar var tilkynntur í dag. Ronaldinho og Robinho eru báðir í hópnum sem er stjörnum prýddur.

Aðrir þekktir leikmenn sem eru í hópnum eru m.a. Anderson hjá Manchester United, Lucas hjá Liverpool, Jo hjá Manchester City og Alexandre Pato hjá AC Milan.

Brasilía hefur aldrei unnið fótboltakeppni Ólympíuleikana en landsliðsþjálfarinn Dunga hyggst breyta því í sumar.

Markverðir: Diego (Almeria), Renan (Internacional)

Varnarmenn: Marcelo (Real Madrid), Ilsinho (Shakhtar Donetsk), Rafinha (Schalke), Thiago Silva (Fluminese), Alex Silva (Sao Paulo), Breno (Bayern Munchen)

Miðjumenn: Lucas (Liverpool), Anderson (Manchester United), Hernanes (Sao Paulo), Ronaldinho (Barcelona), Diego (Werder Bremen), Thiago Neves (Fluminese)

Sóknarmenn: Robinho (Real Madrid), Pato (Milan), Rafael Sobis (Betis), Jo (Manchester City)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×