Fleiri fréttir

Healy heitur

David Healy skoraði bæði mörkin í gær þegar Norður Írar unnu Svía 2-1 og skutust í leiðinni í efsta sætið í f-riðli Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. Healy er markahæsti leikmaðurinn í undankeppninni er búinn að skora 9 mörk, tveimur meira en Þjóðverjinn Lukas Podolski.

David Villa hrósar Árna Gauti

Leikmenn og þjálfarar spænska landsliðsins voru nokkuð jákvæðir eftir sigurinn á íslenska landsliðinu í undankeppni EM í gær. Luis Aragones þjálfari segir liðið á réttri braut og leikmennirnir eru bjartsýnir á að komast í lokakeppnina eftir tvo heimasigra á viku.

Tékkar sektaðir eftir teiti með vændiskonum

Tomas Rosicky og fimm aðrir félagar hans úr tékkneska landsliðinu hafa verið sektaðir um 25.000 pund fyrir að eyða nótt á hótelherbergi með sex vændiskonum um helgina. Tékkar töpuðu 2-1 fyrir Þjóðverjum í undankeppni EM á laugardaginn og tékkneskur blaðamaður sem var á hótelinu varð vitni af skemmtanahaldi leikmanna síðar um kvöldið. Unnusta Rosicky neitaði að tjá sig um málið á blaðamannafundi.

Ribery til Arsenal í sumar?

Franski landsliðsmaðurinn Franck Ribery hefur lengi verið einn eftirsóttasti knattspyrnumaður Evrópu. Nú er hann sagður hafa gert munnlegt samkomulag við Arsenal og gengur til liðs við Lundúnaliðið í sumar. The Times greinir frá þessu í dag.

Maradona fluttur á sjúkrahús

Knattspyrnugoðið Diego Maradona liggur nú á sjúkrahúsi í Buenos Aires í Argentínu eftir að heilsu hans hrakaði. Í tilkynningu frá sjúkrahúsinu segir að vist hans þar hafi ekkert með neyslu eiturlyfja að gera og er hann sagður í ágætu standi. Fjölskyldum annara sjúklinga á sömu hæð var gert að yfirgefa húsið þegar knattspyrnugoðið var lagt inn.

Tap fyrir Spánverjum - Stórleikur Árna Gauts dugði ekki

Íslenska landsliðið tapaði 1-0 fyrir því spænska í leik liðanna á Mallorca í undankeppni EM í kvöld. Sigur Spánverja var fyllilega verðskuldaður og hefði orðið miklu stærri ef ekki hefði verið fyrir stórleik Árna Gauts Arasonar í íslenska markinu. Það var miðjumaðurinn Andres Iniesta sem skoraði sigurmark spænska liðsins þegar tíu mínútur voru til leiksloka.

Ívar Ingimars: Var farinn að vona að þetta gengi upp

Ívar Ingimarsson var eins og klettur í vörn íslenska liðsins í tapleiknum gegn Spánverjum í kvöld. Hann sagðist hafa verið farinn að vona að herbragð íslenska liðsins gengi upp þegar Spánverjarnir skoruðu skömmu fyrir leikslok.

Eyjólfur: Varnarleikurinn er að batna

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari var svekktur eftir tapið gegn Spánverjum í kvöld og sagði að einbeitingarleysi í augnablik hafi orðið þess valdandi að Spánverjarnir náðu að skora sigurmarkið. Hann segir vörn íslenska liðsins vera að batna.

Árni Gautur: Þetta var eins og á skotæfingu

Maður leiksins í kvöld Árni Gautur Arason var að vonum ósáttur við tapið gegn Spánverjum, en hann telur að sé stígandi í liðinu. Hann sagði aðstæður hafa verið mjög erfiðar í bleytunni á Mallorca.

Norður-Írar á toppnum

Norður-Írar unnu í kvöld frækinn 2-1 sigur á Svíum í riðli okkar Íslendinga í undankeppni EM. David Healy skoraði bæði mörk írska liðsins og tryggði því toppsætið í riðlinum í bili. Fyrr í dag unnu Liechtensteinar óvæntan sigur á frændum sínum Lettum og því hafa bæði liðin hlotið 3 stig í riðlinum líkt og við Íslendingar.

Englendingar lögðu Andorra

Englendingar tóku sig saman í andlitinu í síðari hálfleik gegn Andorra og tryggðu sér 3-0 sigur á lágt skrifuðum andstæðingum sínum í Barcelona. Steven Gerrard skoraði tvö marka enska liðsins og framherjinn David Nugent skoraði það þriðja í sínum fyrsta landsleik. Frammistaða enska liðsins í dag gerði ekkert til að minnka pressuna á landsliðsþjálfaranum og bauluðu enskir stuðningsmenn á sína menn í fyrri hálfleik.

Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum

Eyjólfur Sverrisson er búinn að tilkynna byrjunarlið sitt sem mætir Spánverjum klukkan 20 í kvöld í undankeppni EM í knattspyrnu. Gunnar Þór Gunnarsson, leikmaður Hammarby, spilar sinn fyrsta landsleik í dag.

Hellidemba á ONO Estadi

Nú þegar hálftími er til leiks Spánar og Íslands á ONO Estadi-leikvanginum í Palma á Mallorca-eyju er boðið upp á hellidembu. Það hefur gengið á með skúrum í Palma í dag en um fimmleytið að staðartíma tók að rigna sem hellt væri úr fötu.

Bann Navarro stytt

Aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu hefur stytt keppnisbann leikmanna Valencia og Inter Milan sem slógust eftir leik liðanna í Meistaradeildinni fyrr í þessum mánuði. David Navarro hjá Valencia fær þannig sex mánaða bann í stað sjö. Bæði félög áfrýjuðu þungum refsingum og höfðu erindi sem erfiði.

Spilamennska enska landsliðsins minnir á tannpínu

Terry Butcher, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að það jafnist á við tannpínu að horfa á liðið spila í dag. Hann á ekki von á því að Steve McClaren verði við stjórnvölinn hjá liðinu að ári liðnu.

Ausandi rigning á Mæjorka

Íslendingar mæta Spánverjum í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld. Landsliðið hefur nú endurheimt farangur sinn en eins og greint var frá í gær fóru 19 töskur til Kanaríeyja í stað Mæjorka.

Love tryggði Brössum sigur

Brasilía lagði Gana í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór í Solna í Svíþjóð í gærkvöldi. 20 þúsund áhorfendur voru mættir á Rosunda-leikvanginn fyrir utan Stokkhólm til að berja brasilísku goðin augum.

Lampard meiddur

Miðjumaðurinn Frank Lampard missir af leik Englendinga og Andorra í undankeppni EM í kvöld eftir að í ljós kom að hann er úlnliðsbrotinn. Lampard varð fyrir skoti félaga síns Wayne Rooney á æfingu liðsins á dögunum. Leikur Englendinga og Andorra verður sýndur beint á Sýn Extra í kvöld klukkan 18:55.

Hermann Hreiðars: Við getum bjargað okkur

Hermann Hreiðarsson segir lið sitt Charlton vel geta bjargað sér frá falli í 1. deildina á Englandi. Liðið virtist dæmt til að falla úr úrvalsdeildinni fyrir áramót, en hefur heldur rétt úr kútnum á síðustu vikum undir stjórn Alan Pardew.

Iniesta kemur Spánverjum yfir

Spánverjar hafa náð forystunni gegn Íslendingum í leik liðanna í undankeppni EM. Það var miðjumaðurinn Andres Iniesta frá Barcelona sem skoraði markið á 80. mínútu og var það verðskuldað. Spænska liðið er búið að liggja á því íslenska allan síðari hálfleikinn, en það er fyrst og fremst Árna Gauti Arasyni markverði að þakka að heimamenn skuli ekki hafa verið búnir að gera út um leikinn fyrir löngu.

Markalaust í hálfleik á Mallorca

Nú er kominn hálfleikur í viðureign Spánverja og Íslendinga sem fram fer á Mallorca á Spáni. Staðan er jöfn 0-0. Heimamenn hafa verið betri aðilinn fyrstu 45 mínúturnar og í tvígang hefur Árni Gautur Arason varið mjög vel í íslenska markinu. Aðstæður bjóða ekki upp á neina glæsiknattspyrnu því ausandi rigning hefur verið á svæðinu í allan dag og er hann orðinn gegnsósa af vatni.

Markalaust eftir 25 mínútur á Mallorca

Enn er ekkert mark komið í leik Spánverja og Íslendinga sem fram fer við mjög erfiðar aðstæður á Mallorca. Heimamenn hafa ráðið ferðinni í leiknum, en á 26. mínútu átti Ólafur Örn Bjarnason besta færi íslenska liðsins en skot hans eftir hornspyrnu fór framhjá spænska markinu. Vallaraðstæður eru skelfilegar vegna bleytu og á boltinn það til að stoppa í pollum sem myndast hafa á vellinum.

Jafnt í hálfleik hjá Andorra og Englandi

Nú er kominn hálfleikur í viðureign Andorra og Englendinga í undankeppni EM og enn hefur ekkert mark verið skorað. Enska liðið hefur verið betri aðilinn eins og búist var við, en leikur liðsins ekki verið upp á marga fiska frekar en undanfarið. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra.

Ekki búist við miklum breytingum hjá spænskum

Ekki er búist við að Luis Aragones landsliðsþjálfari Spánar geri margar breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Íslendingum annað kvöld. Þó er víst að þeir Sergio Ramos og Carles Puyol komi í lið Spánar í hægri hluta varnarinnar.

Aragones gagnrýnir Alonso og Iniesta

Það er um fátt rætt annað á Spáni en það ósætti sem virðist ríkja milli nokkurra leikmanna spænska liðsins og þjálfarans, Luis Aragones. Hann lét ýmislegt misjafnt falla um leikmenn sína á blaðamannfundi eftir leik Spánverja gegn Dönum um helgina.

90% svarenda vildu reka McClaren

Breska blaðið Sun birti í dag niðurstöðu úr skoðanakönnun sem það framkvæmdi eftir leik Englendinga og Ísraela á dögunum. Þar var spurt hvort landsliðsþjálfarinn Steve McClaren væri rétti maðurinn til að stýra liðinu og niðurstöðurnar voru afdráttarlausar. Tæplega 90% aðspurðra vildu að hann yrði rekinn og aðeins 232 af 2055 vildu að hann yrði áfram í starfi.

Cristiano Ronaldo meiddist á æfingu

Svo gæti farið að vængmaðurinn eitraði Cristiano Ronaldo missti af leik Portúgala og Serba annað kvöld eftir að hann meiddist á hæl á æfingu liðsins í dag. Talsmaður portúgalska liðsins segir meiðslin ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu, en þó efast hann um að leikmaðurinn verði orðinn góður fyrir leikinn gegn Serbum.

Spánverjar ætla að bræða Íslendinga

Íslendingar mæta Spánverjum í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á morgun. Þrátt fyrir litla möguleika á hagstæðum úrslitum fyrir Ísland, eru veikir hlekkir í spænska liðinu.

Neville frá í sex vikur?

Breskir fjölmiðlar fullyrtu í dag að Gary Neville, fyrirliði Manchester United, yrði frá keppni í að minnsta kosti sex vikur vegna ökklameiðsla sem hann hlaut í leik gegn Bolton fyrir tíu dögum síðan. Þetta þýddi að Neville missti af mjög mikilvægum leikjum United á lokasprettinum í vor, þar sem framundan eru mikilvægir leikir í deild, bikar og Evrópukeppni.

Saviola verður að vera þolinmóður

Argentínski framherjinn Javier Saviola verður að vera þolinmóður og bíða lengur eftir því að forráðamenn Barcelona bjóði honum nýjan samning. Þetta segir Txiki Begiristain yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Samningur Saviola rennur út í sumar en hann hefur skorað 12 mörk í 21 leik fyrir Barca í vetur.

Ólga í herbúðum Spánverja

Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánverja, hefur beðið fréttamenn að hætta búa til sögur af óeiningu í herbúðum liðsins fyrir leikinn gegn Íslendingum í undankeppni EM annað kvöld. Spænsku blöðin sögðu að ólga væri í herbúðum liðsins og gagnrýndi það harðlega eftir ósannfærandi sigur á Dönum um helgina, þar sem spænskir voru manni fleiri meira en hálfan leikinn.

Rossi vill klára samninginn hjá Man Utd

Ítalski framherjinn Giuseppe Rossi hjá Manchester United segist vilja klára samning sinn við félagið þrátt fyrir að hafa verið í láni í allan vetur. Hann fékk lítið sem ekkert að spila með Newcastle þar sem hann var í láni fram að áramótum og er nú að gera góða hluti með Parma í heimalandinu.

Mido íhugar að fara frá Tottenham

Framherjinn Mido hjá Tottenham segist vilja fara frá félaginu ef hann fái ekki að spila meira en verið hefur í vetur. Mido er sem stendur fjórði framherjinn í goggunarröð þjálfarans Martin Jol á eftir þeim Dimitar Berbatov, Robbie Keane og Jermain Defoe.

Landsliðið skólaust

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þarf að kaupa nýja fótboltaskó eftir að 19 af töskum liðsins týndust í för þess til Mallorca. 14 af töskur komu í síðar í leitirnar, en farangurinn var óvart sendur til Kanaríeyja. Reuters fréttastofan greindi frá þessu í dag. Íslenska liðið mætir Spánverjum í undankeppni EM annað kvöld.

Arsenal og Chelsea sektuð

Arsenal og Chelsea voru í dag sektuð um 100,000 pund hvort vegna ólátanna sem urðu á úrslitaleiknum í enska deildarbikarnum á dögunum. Bæði félög fengu líka aðvörun frá aganefnd enska knattspyrnusambandsins, en uppúr sauð undir lok leiksins og setti það dökkan blett á annars ágætan leik.

Úrslitaleikurinn verður á Wembley

Enska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag formlega að úrslitaleikurinn í enska bikarnum í vor færi fram á nýja Wembley leikvangnum í London þann 19. maí. Afhending mannvirkisins hefur tafist mikið og farið langt fram úr fjárhagsáætlun, en nú er útlit fyrir að enskir þurfi ekki lengur að halda úrslitaleiki sína í Cardiff eins og verið hefur.

Yfirtakan í Liverpool formlega komin í gegn

Fyrirtæki Bandaríkjamannanna George Gillett og Tom Hicks hefur nú formlega klárað yfirtökuna í enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Félagið heitir Kop Football Limited og á nú 98,6% hlut í Liverpool.

McClaren mætti ekki á blaðamannafund

Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga á yfir höfði sér refsingu frá Knattspyrnusabandi Evrópu eftir að hann mætti ekki á blaðamannafund sem haldinn var í dag fyrir leik Andorra og Englands í undankeppni EM. McClaren hefur verið milli tanna ensku pressunnar undanfarið vegna lélegs gengis enska liðsins.

Foster ætlaði að hætta

Ben Foster, markvörður Man. Utd. og enska landsliðsins, segist hafa íhugað alvarlega að leggja hanskana á hilluna skömmu áður en Sir Alex Ferguson ákvað að kaupa sig. Foster, sem hefur staðið sig frábærlega sem lánsmaður hjá Watford í vetur, var á mála hjá Stoke áður þar sem hann fékk engin tækifæri.

Healy ætlar að halda áfram að skora

Hinn sjóðheiti sóknarmaður Norður-Íra, David Healy, vonast til þess að hann haldi áfram að skora fyrir þjóð sína þegar Svíar koma í heimsókn á Windsor Park á miðvikudag. Healy hefur farið á kostum í undankeppninni til þessa og skorað alls sex mörk. Ef Norður-Írar leggja Svía af velli komast þeir á toppinn í F-riðli undankeppninnar.

Parker vill að Lampard verði fórnað

Paul Parker, fyrrum landsliðsmaður Englendinga í knattspyrnu, telur að Steve McLaren eigi að fórna Frank Lampard úr byrjunarliði enska liðsins til þess að geta spilað Steven Gerrard við hlið Owen Hargreaves á miðri miðjunni. Parker segir augljóst að Lampard og Gerrard geti ekki verið báðir inni á vellinum á sama tíma.

Skoraði fjögur mörk gegn Rússum

Kolbeinn Sigþórsson, 17 ára knattspyrnumaður í HK, skoraði 4 mörk gegn Evrópumeisturum Rússa um helgina, þegar drengjalandsliðið tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Evrópukeppninnar. En Rússar sátu eftir í milliriðlinum með sárt ennið og komust ekki í úrslit.

Makaay segr Bayern þurfa kraftaverk

Hollenski framherjinn Roy Makaay hjá Bayern Munchen segir að liðið þurfi á kraftaverki að halda ætli það sér að verja meistaratitil sinn í Þýskalandi frá því í fyrra. Níu stigum munar á Bayern og toppliðinu Schalke þegar aðeins átta leikir eru eftir og telur Makaay að það sé einfaldlega of lítið.

Alonso hefur trú á Liverpool

Xabi Alonso, hinn spænski miðjumaður Liverpool, hefur fulla trú á að liðið getið endurtekið leikinn frá árinu 2005 og farið alla leið í Meistaradeild Evrópu á þessum tímabili. Alonso segir leikmenn liðsins spila af miklu sjálfstrausti í Meistaradeildinni.

Ronaldo: Ég er einn af þeim bestu

Cristiano Ronaldo leiðist ekki að tala um eigið ágæti sem knattspyrnumaður þessa dagana. Ekki er langt síðan hann titlaði sjálfan sig sem “of góðan” og eftir að hafa skorað tvö mörk fyrir Portúgal gegn Belgum um helgina sagði Ronaldo við portúgalska fjölmiðla að hann væri einn af besti leikmönnum í heimi.

Sjá næstu 50 fréttir