Fótbolti

Eyjólfur: Varnarleikurinn er að batna

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari
Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari AFP

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari var svekktur eftir tapið gegn Spánverjum í kvöld og sagði að einbeitingarleysi í augnablik hafi orðið þess valdandi að Spánverjarnir náðu að skora sigurmarkið. Hann segir vörn íslenska liðsins vera að batna.

"Það var gríðarlega svekkjandi að fá þetta mark á sig í lokin, því við vorum að spila á móti mjög sterku liði. Strákarnir voru búnir að berjast vel og loka svæðunum. Það var farið að draga virkilega af okkur undir lokin. Við þurftum að breyta um skipulag hjá okkur í síðari hálfleik þegar Spánverjarnir breyttu í 3-5-2 og settum inn annan miðjumann. Eftir það skánaði þetta aðeins en það dugði ekki til, því við misstum einbeitinguna aðeins þarna í lokin.

Mér finnst liðið vera að koma til og varnarleikurinn að batna. Ég á von á að við getum byggt á því og tökum stökk á næstu mánuðum og í næstu leikjum," sagði Eyjólfur í samtali við Hörð Magnússon á Sýn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×