Fótbolti

Healy heitur

NordicPhotos/GettyImages
David Healy skoraði bæði mörkin í gær þegar Norður Írar unnu Svía 2-1 og skutust í leiðinni í efsta sætið í f-riðli Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. Healy er markahæsti leikmaðurinn í undankeppninni er búinn að skora 9 mörk, tveimur meira en Þjóðverjinn Lukas Podolski.

Í 56 leikjum er Healy búinn að skora 29 mörk með írska landsliðinu.

Þrátt fyrir að vera sjóðheitur í landsleikjum þá gengur Healy ekkert allt of vel með Leeds United. Leeds er í neðsta sæti ensku 1. deildarinnar og knattspyrnustjórinn Dennis Wise lætur hann spila á kantinum en landsliðsþjálfarinn Lawrie Sanchez er alltaf með Healy fremstan í sókninni.

Dennis Wise var á Windsor Park vellinum í gær og hver veit nema að hann ætli Healy annað hlutverk annað kvöld þegar Leeds mætir Preston. Með Preston leikur annar framherji sem hefur ástæðu til þessa að brosa, David Nugent. Hann skoraði gegn Andorra í gærkvöldi í fyrsta landsleik sínum fyrir Englendinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×