Fótbolti

Hellidemba á ONO Estadi

Nú þegar hálftími er til leiks Spánar og Íslands á ONO Estadi-leikvanginum í Palma á Mallorca-eyju er boðið upp á hellidembu. Það hefur gengið á með skúrum í Palma í dag en um fimmleytið að staðartíma tók að rigna sem hellt væri úr fötu.

ONO Estadi-leikvangurinn, þar sem Real Mallorca leikur sína heimaleiki í spænsku úrvalsdeildinni, er aðeins yfirbyggður að hluta til og því bróðurparturinn af þeim rúmu 23 þúsund áhorfendum sem hingað munu leggja leið sína verða ansi blautir og það snemma.

Þjálfarar og leikmenn íslenska liðsins gengu inn á völlinn til að skoða aðstæður rúmum klukkutíma fyrir leik en liðið æfði hér í gærkvöldi við góð veðurskilyrði. Þeir líta á þetta eflaust sér til happs en rigningin á eftir að hafa sín áhrif á leikinn. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur bætt í rigninguna eftir því sem styttist í að flautað verði til leiks.

Eiríkur Stefán Ásgeirsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifar frá ONO Estadi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×