Fleiri fréttir Adebayor rekinn úr landsliðinu Knattspyrnusamband Togo hefur tekið þá ákvörðun að reka Emmanuel Adebayor, framherja Arsenal og langbesta leikmann liðsins, og tvö aðra leikmenn vegna deilu þeirra við knattspyrnuyfirvöld landsins um bónusgreiðslur sem þeir telja sig eiga rétt á. Adebayor hafði hótað að hætta að spila fyrir landsliðið vegna málsins en nú hefur ákvörðunin verið tekin fyrir hann. 26.3.2007 11:59 Farangur landsliðsins skilaði sér ekki Á annan tug ferðataska í eigu KSÍ og leikmanna íslenska landsliðsins í fótbolta skiluðu sér ekki til Mallorca, þar sem liðið mætir því spænska í undankeppni EM á miðvikudag. Talið er að klúður á flugvellinum í Keflavík hafi orðið til þess að töskurnar fóru til Kanaríeyja í staðinn. Spænskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun. 26.3.2007 10:45 Rooney og McLaren rifust heiftarlega Enskir fjölmiðlar fullyrða að landsliðsþjálfaranum Steve McLaren og framherjanum Wayne Rooney hafi rifist heiftarlega inni í búningsklefa eftir markalaust jafntefli Englendinga og Ísraela á laugardag. McLaren er sagður hafa húðskammað Rooney fyrir að ná ekki að skora, en Rooney svaraði þjálfara sínum fullum hálsi. 26.3.2007 10:18 Man. Utd. á eftir Deco og Richards? Ensku slúðurblöðin greina frá því í morgun að Alex Ferguson ætli að fá þá Deco, leikmann Barcelona, og Micah Richards hjá Manchester City til Old Trafford á næstu leiktíð. Deco er sagður orðinn leiður á tilverunni í Katalóníu og vill nýja áskorun, en Richards yrði aðeins þriðji leikmaðurinn í sögunni til að fara frá Man. City yfir til erkifjendanna í Man. Utd. 25.3.2007 20:00 Varalið Þjóðverja gegn Dönum Joachim Loew, þjálfari þýska landsliðsins, ætlar að gefa átta lykilmönnum liðsins frí þegar það tekur á móti Dönum í vináttuleik á miðvikudag. Loew ætlar að nota leikinn til að gefa ungum og óreyndum leikmönnum tækifæri, en Þjóðverjar unnu frækinn útisigur á Tékkum í gærkvöldi. 25.3.2007 19:15 Sanchez segir Healy vera í heimsklassa Lawrie Sanchez, þjálfari Norður-Íra í knattspyrnu, segir markamaskínuna David Healy vera heimsklassa sóknarmann. Healy skoraði þrennu í 4-1 sigri Norður-Íra á Liechtenstein í gær og hefur alls skorað sex mörk í undankeppninni. Alls hefur Healy skorað 27 mörk í 55 landsleikjum á ferlinum. 25.3.2007 17:55 Olsen ósáttur við spænsku boltastrákana Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, var allt annað en sáttur með spænsku boltastrákana sem voru við störf á leiknum við Spánverja á Bernabeu-vellinum í Madríd í gær og sakar þá um að tefja leikinn vísvitandi á síðustu mínútum hans. Olsen hraunaði enn fremur yfir svissneskan dómara leiksins. 25.3.2007 17:30 Aragones ekki ánægður Þrátt fyrir að Spánverjar hafi náð að halda í vonina á að komast áfram í lokakeppni EM með 2-1 sigri á Dönum í gærkvöldi var landsliðsþjálfarinn Luis Aragones ekki ánægður með frammistöðu lærisveina sinna. Aragones sagði sína menn hafa orðið alltof taugaveiklaða eftir að hafa náð forystu, en litlu munaði að 10 leikmenn Danmerkur næðu að jafna metin í síðari hálfleik. 25.3.2007 17:00 Arsenal fylgist með viðræðum Klose og Werder Bremen Forráðamenn Arsenal eru sagðir fylgjast vel með gangi mála í viðræðum Miroslav Klose og Werder Bremen um nýjan samning þýska landsliðsmannsins við félagið. Enn sem komið er hefur viðræðunum þokast hægt áfram og segja nokkur ensku blaðanna í morgun að Arsenal hyggist bjóða fimm milljónir punda í Klose ef samningar náist ekki. 25.3.2007 16:30 Adebayor var hótað lífláti Emmanuel Adebayor, framherji Arsenal, er ekki viss um hvort hann hafi hug á að spila fyrir þjóð sína aftur eftir að hafa fengið lífslátshótanir fyrir landsleik Togo og Sierra Leone í Afríkukeppninni í gær. Adebayor segir að sér og fjölskyldu sinni hafi verið hótað hinu versta ef hann hefði ekki spilað leikinn. 25.3.2007 15:16 Terry segir McLaren hafa verið brjálaðan John Terry, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur greint frá því að þjálfarinn Steve McLaren hafði verið æfur út í leikmenn liðsins eftir markalausa jafnteflið gegn Ísrael í gær. Terry kveðst ánægður með hárblástur McLaren og segir leikmann hafa átt skammarræðuna skilið. 25.3.2007 14:39 Corradi: Manchester City er martröð Ítalski sóknarmaðurinn Bernardo Corradi fer ekki fögrum orðum um stjóra sinn Stuart Pearce í enskum fjölmiðlum í morgun og lýsir sínu fyrsta tímabili á Englandi sem “lifandi martröð”. Corradi kom til Manchester City frá Valencia síðasta sumar og hefur átt erfitt uppdráttar í ensku deildinni. Hann segir Pearce skorta tekníska þekkingu til að ná árangri. 25.3.2007 13:24 McLaren: Við verðum að skora mörk Steve McLaren, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, var ekki ánægður með framgöngu sinna manna fyrir framan marka Ísraela í viðureign þjóðanna í undankeppni EM í gærkvöldi. Enska liðið var mun meira með boltann og stjórnaði leiknum lengst af en gekk illa að skapa sér færi gegn vel skipulagðri vörn Ísraela. 25.3.2007 13:00 Spánverjar lögðu Dani Spánverjar unnu 2-1 sigur á Dönum í undankeppni EM í kvöld og ættu því að mæta fullir sjálfstraust í viðureignina gegn Íslendingum á miðvikudagskvöld. Danir léku manni færri lengst af leiknum eftir að Niclas Jensen fékk að líta rauða spjaldið strax á 20. mínútu leiksins. Þá burstuðu Portúgalar heillum horfna Belga, 4-0. 24.3.2007 22:40 Góður sigur Þjóðverja á Tékkum Þjóðverjar unnu góðan útisigur á Tékkum í uppgjöri efstu liða D-riðils undankeppni EM í fótbolta í kvöld. Kevin Kuranyi skoraði bæði mörk Þjóðverja. Þá vann Króatía 2-1 sigur á Makedóníu eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik og tryggði stöðu sína á toppi E-riðils. 24.3.2007 21:48 Norður-Írar halda sínu striki Norður-Írar unnu öruggan sigur á Lichenstein á útivelli í F-riðli undankeppni EM í fótbolta í kvöld, 4-1, og halda þannig sigurgöngu sinni í riðlinum áfram. Liðið hefur nú hlotið 10 stig af síðustu 12 mögulegu, eftir að hafa tapað fyrir Íslendingum í fyrsta leik sínum. Spánverjar hafa 1-0 forystu gegn Dönum eftir fyrri hálfleik og eru Danir einum manni færri. 24.3.2007 21:38 Ronaldinho leiddi Brasilíu til stórsigurs Ronaldinho skoraði tvö mörk og átti mjög góðan leik fyrir Brasilíu sem gjörsigraði Chile, 4-0, í vináttuleik liðanna sem fram fór í Svíþjóð í dag. Dunga, þjálfari brasilíska liðsins, stillti upp Kaka og Robinho við hlið Ronaldinho í fremstu víglínu með þessum góða árangri. 24.3.2007 21:30 Anelka var hetja Frakka Nicolas Anelka var hetja Frakka í dag þegar hann tryggði þjóð sinni afar mikilvægan 1-0 sigur á Litháum í B-riðli undankeppni EM í dag. Anelka skoraði sigurmarkið á 74. mínútu, en leikurinn þótti ekki upp á marga fiska. Með sigrinum náðu Frakkar að halda í við Skota í baráttunni um toppsætið í riðlinum en bæði lið eru með 12 stig eftir fimm leiki. 24.3.2007 20:46 Englendingar náðu aðeins jafntefli í Ísrael England og Ísrael gerðu markalaust jafntefli í undankeppni EM í knattspyrnu í kvöld þegar liðin áttust við í Ísrael. Úrslitin eru mikil vonbrigði fyrir Englendinga og er liðið nú í þriðja sæti E-riðilsins með átta stig. Á sama tíma unnu Rússar lið Eista og komust þannig í efsta sæti riðilsins. 24.3.2007 20:20 Vieri við það að snúa aftur á völlinn Ítalski sóknarmaðurinn Chrstian Vieri er á góðum batavegi eftir að hafa verið frá keppni og æfingum síðasta árið vegna meiðsla og er jafnvel talið að hann muni spila sinn fyrsta leik um helgina frá því í mars á síðasta ári. Vieri er byrjaður að æfa af fullum krafti og er í skýjunum með að geta loksins byrjað að spila á ný. 24.3.2007 19:29 Írar og Skotar unnu sína leiki Írland hafði betur gegn Wales í leik liðanna í D-riðli undankeppni EM í dag en það var miðjumaðurinn Stephen Ireland sem skoraði eina mark leiksins. Í B-riðlinum er tveimur leikið lokið, Úkraína bar sigurorð af Færeyjum á útivelli, 2-0, og Skotar lögðu Georgíumenn af velli, 2-1. 24.3.2007 17:21 Kolbeinn skoraði fernu í sigri Íslands Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði fjögur mörk fýrir íslenska U-17 ára landsliðið sem lagði það rússneska af velli, 6-5, í undanriðli fyrir Evrópukeppnina í þessum aldurslokki. Íslendingar tryggðu sér þar með efsta sætið í undanriðlinum, hlutu alls fimm stig í þremur leikjum og tryggðu sér þáttökurétt í lokakeppni EM. 24.3.2007 16:58 Defoe vill fá fleiri tækifæri Enski sóknarmaðurinn Jermain Defoe hjá Tottenham hefur viðurkennt að hann sé svekktur með hversu fá tækifæri hann hafi fengið með enska landsliðinu í gegnum tíðina. Búist er við því að það verði Andy Johnson sem spili við hlið Wayne Rooney í fremstu víglínu enska liðsins gegn Ísrael í dag, sem þýðir að Defoe þarf að taka sér sæti á bekknum - eins og svo oft áður. 24.3.2007 16:21 55 þúsund manns mættu á Wembley 55 þúsund manns sáu ungmennalið Englendinga og Ítala gera 3-3 jafntefli í fyrsta opinbera knattspyrnuleiknum sem fram fer á nýjum Wembley-leikvangi í Lundúnum. Þetta var aðsóknarmesti U-21 árs landsleikur sögunnar, en miðar á leikinn seldust upp eins og heitar lummur á mettíma. 24.3.2007 15:08 Navarro vill vægari refsingu David Navarro, leikmaður Valencia á Spáni, vonast til þess að afsökunarbeiðni hans til Nicolas Burdisso, leikmann Inter, verði til þess að sjö mánaða leikbannið sem hann var dæmdur í hjá UEFA og FIFA fyrir skemmstu verði stytt. Navarro, sem nefbraut Burdisso í leik liðanna í Meistaradeildinni í síðasta mánuði, hefur áfrýjað dómnum. 24.3.2007 14:30 Owen fer ekki fet Glenn Roeder, þjálfari Newcastle, segir að Michael Owen sé ekki á förum frá Newcastle, en enski sóknarmaðurinn var sagður óánægður í enskum fjölmiðlum um að liðið spili ekki í Evrópukeppni á næsta ári. Newcastle er í 11. sæti deildarinnar og þarf kraftaverk til að komast í Evrópukeppni en Roeder segir Owen ekki óánægðan í herbúðum liðsins. 24.3.2007 13:20 Terry vill meiri samheldni John Terry, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að leikmenn liðsins verði að spila fyrir þjóð sína á sama hátt og þeir spili fyrir félagslið sín. Enska liðið hefur ekki verið upp á sitt besta í síðustu leikjum sínum en það mætir Ísrael í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM í dag. 24.3.2007 13:02 Ármann Smári í stað Gunnars Heiðars Ármann Smári Björnsson hjá Brann í Noregi var í dag valinn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu í stað Gunnars Heiðar Þorvaldssonar sem er meiddur. Þetta er þriðja breytingin sem Eyjólfur Sverrisson þjálfari hefur orðið að gera á landsliðshópnum. 23.3.2007 19:28 Búist við Richards í byrjunarliðinu Búist er við því að Micah Richards, hinn 18 ára varnarmaður Manchester City, eigi eftir að geta spilað með Englendingum á morgun.Hann náði að klára æfingu með enska landsliðinu í dag en Richards þurfti að fara af velli í sigurleik Manchester City gegn Middlesbrough í síðastliðinni viku. 23.3.2007 18:48 McClaren finnur ekki fyrir aukinni pressu Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segist ekki finna fyrir meiri þrýstingi en venjulega fyrir viðureign Englendinga og Ísraela í undankeppni EM á morgun. Leikurinn er afar þýðingarmikill fyrir enska liðið enda er það nú í þriðja sæti í E-riðli eftir að hafa aðeins gert jafntefli við Makedóna og tapað fyrir Króötum í síðustu tveimur leikjum. 23.3.2007 14:55 Owen vonast til að byrja að æfa í næsta mánuði Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen, leikmaður Newcastle, vonast til að geta hafið æfingar á ný í næsta mánuði en hann hefur verið frá vegna meiðsla sem hann hlaut á hné á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í fyrrasumar. 23.3.2007 14:05 Ármann Smári í landsliðið í stað Gunnars Heiðars Ármann Smári Björnsson, leikmaður Brann, hefur verið valinn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Spánverjum í næstu viku eftir að Gunnar Heiðar Þorvaldssson, leikmaður Hannover, þurfti frá að hverfa vegna meiðsla. Gunnar hefur glímt við nárameiðsli og tóku þau sig upp eftir síðasta leik hans hjá Hannover eftir því sem segir á vef Knattspyrnusambands Íslands. 23.3.2007 11:06 Ég mun ekki skella á Arsene Wenger Thomas Sörensen, landsliðsmarkvörður Dana í knattspyrnu og markvörður Aston Villa, íhugar nú að óska eftir félagaskiptum til þess að geta leikið í Meistaradeildinni eða Evrópukeppni félagsliða. 23.3.2007 10:55 Barcelona neitar að tjá sig um hugsanleg vistaskipti Eiðs Spænska knattspyrnufélagið Barcelona neitar að tjá sig um fréttir þess efnis að Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sé hugsanlega á leið frá félaginu og aftur til Englands. 23.3.2007 10:39 Knattspyrnusambandið rannsakar slátrunarhótanir Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að taka til meðferðar ummæli belgíska landsliðsmarkvarðarins Stijn Stijnen í dag, en hann sagði landa sína ætla að slátra Portúgalanum Cristiano Ronaldo þegar liðin mætast í landsleik á laugardaginn. 22.3.2007 22:00 Man Utd og Lille sektuð Manchester United og Lille voru í dag sektuð fyrir uppákomurnar sem urðu á leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í síðasta mánuði. Stuðningsmenn beggja liða höguðu sér illa og þá var öryggiskröfum ekki framfylgt. 22.3.2007 19:58 Grétar Rafn gjafmildur á afmæli sínu Landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Grétar Rafn Steinsson, afþakkaði allar gjafir þegar hann hélt upp á afmæli sitt á árinu. Hann ákvað þess í stað að styrkja gott málefni. Hans Steinar Bjarnason greindi frá þessu í íþróttafréttum á Stöð 2 í kvöld og fréttina má sjá á VefTV síðar í kvöld. 22.3.2007 19:41 Doll blæs í herlúðra hjá Dortmund Thomas Doll, nýráðinn þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Dortmund, vill að leikmenn liðsins hætti að væla í fjölmiðlum og einbeiti sér að því að bjarga liðinu frá falli. Dortmund hefur átt mjög erfitt uppdráttar í vetur og er Doll þriðji þjálfari liðsins síðan um jól. 22.3.2007 19:03 Pearce vill meiri aura Stuart Pearce stjóri Manchester City hefur kallað á stjórn félagsins að dæla meiri peningum í liðið svo það geti verið samkeppnishæft í ensku úrvalsdeildinni. Gengi liðsins hefur valdið vonbrigðum í vetur og er það í fallbaráttu. 22.3.2007 19:00 Seedorf vill Nistelrooy í landsliðið Miðjumaðurinn Carence Seedorf hjá AC Milan vill ólmur fá landa sinn Ruud Van Nistelrooy inn í hollenska landsliðið. Framherjinn hefur átt í deilum við landsliðsþjálfarann Marco Van Basten og hefur ekki spilað með liðinu síðan á HM í sumar. 22.3.2007 18:52 Redknapp sektaður Harry Redknapp stjóri Portsmouth var í dag sektaður og aðvaraður af aganefnd enska knattspyrnusambandsins vegna hegðunar sinnar eftir leik liðsins við Manchester City í síðasta mánuði. 22.3.2007 18:45 Pizarro hótar að hætta hjá Bayern Perúmaðurinn Claudio Pizarro hjá Bayern Munchen segist ætla að fara frá félaginu ef honum verði ekki boðinn nýr og betri samningur fljótlega. Samningur hans rennur út í sumar og sagt er að hann vilji fá allt að 50.000 pund í vikulaun. 22.3.2007 18:34 Rivaldo á fallegasta mark í sögu Barcelona Mark Brasilíumannsins Rivaldo gegn Valencia í lokaleik spænsku deildarinnar árið 2001 hefur verið kosið fallegasta og um leið mikilvægasta mark í sögu Barcelona á vefsíðu El Mundo Deportivo. Smelltu á hlekk í fréttinni til að sjá myndband af markinu. 22.3.2007 15:31 Schuster ekki í viðræðum við Real Madrid Þýski þjálfarinn Bernd Schuster hjá Getafe segir ekkert til í skrifum AS sem í dag fullyrti að hann væri í viðræðum við Real Madrid um að taka við af Fabio Capello. Schuster hefur áður lýst því yfir að hann vilji einn daginn taka við stóra liðinu í Madrid, en þvertekur fyrir að hafa rætt við forráðamenn félagsins nú. 22.3.2007 15:30 Getafe mætir Barcelona í bikarnum Í dag var dregið í undanúrslit Konungsbikarsins á Spáni. Smálið Getafe frá Madrid mætir þar Spánarmeisturum Barcelona, en liðið er komið í undanúrslit keppninnar í fyrsta sinn í sögunni. Barcelona hefur unnið keppnina 24 sinnum. Hin undanúrslitaviðureignin verður einvígi Sevilla og Deportivo. Leikirnir fara fram dagana 18. apríl og 9. maí en úrslitaleikurinn er ekki fyrr en 23. júní. 22.3.2007 15:06 Sjá næstu 50 fréttir
Adebayor rekinn úr landsliðinu Knattspyrnusamband Togo hefur tekið þá ákvörðun að reka Emmanuel Adebayor, framherja Arsenal og langbesta leikmann liðsins, og tvö aðra leikmenn vegna deilu þeirra við knattspyrnuyfirvöld landsins um bónusgreiðslur sem þeir telja sig eiga rétt á. Adebayor hafði hótað að hætta að spila fyrir landsliðið vegna málsins en nú hefur ákvörðunin verið tekin fyrir hann. 26.3.2007 11:59
Farangur landsliðsins skilaði sér ekki Á annan tug ferðataska í eigu KSÍ og leikmanna íslenska landsliðsins í fótbolta skiluðu sér ekki til Mallorca, þar sem liðið mætir því spænska í undankeppni EM á miðvikudag. Talið er að klúður á flugvellinum í Keflavík hafi orðið til þess að töskurnar fóru til Kanaríeyja í staðinn. Spænskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun. 26.3.2007 10:45
Rooney og McLaren rifust heiftarlega Enskir fjölmiðlar fullyrða að landsliðsþjálfaranum Steve McLaren og framherjanum Wayne Rooney hafi rifist heiftarlega inni í búningsklefa eftir markalaust jafntefli Englendinga og Ísraela á laugardag. McLaren er sagður hafa húðskammað Rooney fyrir að ná ekki að skora, en Rooney svaraði þjálfara sínum fullum hálsi. 26.3.2007 10:18
Man. Utd. á eftir Deco og Richards? Ensku slúðurblöðin greina frá því í morgun að Alex Ferguson ætli að fá þá Deco, leikmann Barcelona, og Micah Richards hjá Manchester City til Old Trafford á næstu leiktíð. Deco er sagður orðinn leiður á tilverunni í Katalóníu og vill nýja áskorun, en Richards yrði aðeins þriðji leikmaðurinn í sögunni til að fara frá Man. City yfir til erkifjendanna í Man. Utd. 25.3.2007 20:00
Varalið Þjóðverja gegn Dönum Joachim Loew, þjálfari þýska landsliðsins, ætlar að gefa átta lykilmönnum liðsins frí þegar það tekur á móti Dönum í vináttuleik á miðvikudag. Loew ætlar að nota leikinn til að gefa ungum og óreyndum leikmönnum tækifæri, en Þjóðverjar unnu frækinn útisigur á Tékkum í gærkvöldi. 25.3.2007 19:15
Sanchez segir Healy vera í heimsklassa Lawrie Sanchez, þjálfari Norður-Íra í knattspyrnu, segir markamaskínuna David Healy vera heimsklassa sóknarmann. Healy skoraði þrennu í 4-1 sigri Norður-Íra á Liechtenstein í gær og hefur alls skorað sex mörk í undankeppninni. Alls hefur Healy skorað 27 mörk í 55 landsleikjum á ferlinum. 25.3.2007 17:55
Olsen ósáttur við spænsku boltastrákana Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, var allt annað en sáttur með spænsku boltastrákana sem voru við störf á leiknum við Spánverja á Bernabeu-vellinum í Madríd í gær og sakar þá um að tefja leikinn vísvitandi á síðustu mínútum hans. Olsen hraunaði enn fremur yfir svissneskan dómara leiksins. 25.3.2007 17:30
Aragones ekki ánægður Þrátt fyrir að Spánverjar hafi náð að halda í vonina á að komast áfram í lokakeppni EM með 2-1 sigri á Dönum í gærkvöldi var landsliðsþjálfarinn Luis Aragones ekki ánægður með frammistöðu lærisveina sinna. Aragones sagði sína menn hafa orðið alltof taugaveiklaða eftir að hafa náð forystu, en litlu munaði að 10 leikmenn Danmerkur næðu að jafna metin í síðari hálfleik. 25.3.2007 17:00
Arsenal fylgist með viðræðum Klose og Werder Bremen Forráðamenn Arsenal eru sagðir fylgjast vel með gangi mála í viðræðum Miroslav Klose og Werder Bremen um nýjan samning þýska landsliðsmannsins við félagið. Enn sem komið er hefur viðræðunum þokast hægt áfram og segja nokkur ensku blaðanna í morgun að Arsenal hyggist bjóða fimm milljónir punda í Klose ef samningar náist ekki. 25.3.2007 16:30
Adebayor var hótað lífláti Emmanuel Adebayor, framherji Arsenal, er ekki viss um hvort hann hafi hug á að spila fyrir þjóð sína aftur eftir að hafa fengið lífslátshótanir fyrir landsleik Togo og Sierra Leone í Afríkukeppninni í gær. Adebayor segir að sér og fjölskyldu sinni hafi verið hótað hinu versta ef hann hefði ekki spilað leikinn. 25.3.2007 15:16
Terry segir McLaren hafa verið brjálaðan John Terry, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur greint frá því að þjálfarinn Steve McLaren hafði verið æfur út í leikmenn liðsins eftir markalausa jafnteflið gegn Ísrael í gær. Terry kveðst ánægður með hárblástur McLaren og segir leikmann hafa átt skammarræðuna skilið. 25.3.2007 14:39
Corradi: Manchester City er martröð Ítalski sóknarmaðurinn Bernardo Corradi fer ekki fögrum orðum um stjóra sinn Stuart Pearce í enskum fjölmiðlum í morgun og lýsir sínu fyrsta tímabili á Englandi sem “lifandi martröð”. Corradi kom til Manchester City frá Valencia síðasta sumar og hefur átt erfitt uppdráttar í ensku deildinni. Hann segir Pearce skorta tekníska þekkingu til að ná árangri. 25.3.2007 13:24
McLaren: Við verðum að skora mörk Steve McLaren, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, var ekki ánægður með framgöngu sinna manna fyrir framan marka Ísraela í viðureign þjóðanna í undankeppni EM í gærkvöldi. Enska liðið var mun meira með boltann og stjórnaði leiknum lengst af en gekk illa að skapa sér færi gegn vel skipulagðri vörn Ísraela. 25.3.2007 13:00
Spánverjar lögðu Dani Spánverjar unnu 2-1 sigur á Dönum í undankeppni EM í kvöld og ættu því að mæta fullir sjálfstraust í viðureignina gegn Íslendingum á miðvikudagskvöld. Danir léku manni færri lengst af leiknum eftir að Niclas Jensen fékk að líta rauða spjaldið strax á 20. mínútu leiksins. Þá burstuðu Portúgalar heillum horfna Belga, 4-0. 24.3.2007 22:40
Góður sigur Þjóðverja á Tékkum Þjóðverjar unnu góðan útisigur á Tékkum í uppgjöri efstu liða D-riðils undankeppni EM í fótbolta í kvöld. Kevin Kuranyi skoraði bæði mörk Þjóðverja. Þá vann Króatía 2-1 sigur á Makedóníu eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik og tryggði stöðu sína á toppi E-riðils. 24.3.2007 21:48
Norður-Írar halda sínu striki Norður-Írar unnu öruggan sigur á Lichenstein á útivelli í F-riðli undankeppni EM í fótbolta í kvöld, 4-1, og halda þannig sigurgöngu sinni í riðlinum áfram. Liðið hefur nú hlotið 10 stig af síðustu 12 mögulegu, eftir að hafa tapað fyrir Íslendingum í fyrsta leik sínum. Spánverjar hafa 1-0 forystu gegn Dönum eftir fyrri hálfleik og eru Danir einum manni færri. 24.3.2007 21:38
Ronaldinho leiddi Brasilíu til stórsigurs Ronaldinho skoraði tvö mörk og átti mjög góðan leik fyrir Brasilíu sem gjörsigraði Chile, 4-0, í vináttuleik liðanna sem fram fór í Svíþjóð í dag. Dunga, þjálfari brasilíska liðsins, stillti upp Kaka og Robinho við hlið Ronaldinho í fremstu víglínu með þessum góða árangri. 24.3.2007 21:30
Anelka var hetja Frakka Nicolas Anelka var hetja Frakka í dag þegar hann tryggði þjóð sinni afar mikilvægan 1-0 sigur á Litháum í B-riðli undankeppni EM í dag. Anelka skoraði sigurmarkið á 74. mínútu, en leikurinn þótti ekki upp á marga fiska. Með sigrinum náðu Frakkar að halda í við Skota í baráttunni um toppsætið í riðlinum en bæði lið eru með 12 stig eftir fimm leiki. 24.3.2007 20:46
Englendingar náðu aðeins jafntefli í Ísrael England og Ísrael gerðu markalaust jafntefli í undankeppni EM í knattspyrnu í kvöld þegar liðin áttust við í Ísrael. Úrslitin eru mikil vonbrigði fyrir Englendinga og er liðið nú í þriðja sæti E-riðilsins með átta stig. Á sama tíma unnu Rússar lið Eista og komust þannig í efsta sæti riðilsins. 24.3.2007 20:20
Vieri við það að snúa aftur á völlinn Ítalski sóknarmaðurinn Chrstian Vieri er á góðum batavegi eftir að hafa verið frá keppni og æfingum síðasta árið vegna meiðsla og er jafnvel talið að hann muni spila sinn fyrsta leik um helgina frá því í mars á síðasta ári. Vieri er byrjaður að æfa af fullum krafti og er í skýjunum með að geta loksins byrjað að spila á ný. 24.3.2007 19:29
Írar og Skotar unnu sína leiki Írland hafði betur gegn Wales í leik liðanna í D-riðli undankeppni EM í dag en það var miðjumaðurinn Stephen Ireland sem skoraði eina mark leiksins. Í B-riðlinum er tveimur leikið lokið, Úkraína bar sigurorð af Færeyjum á útivelli, 2-0, og Skotar lögðu Georgíumenn af velli, 2-1. 24.3.2007 17:21
Kolbeinn skoraði fernu í sigri Íslands Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði fjögur mörk fýrir íslenska U-17 ára landsliðið sem lagði það rússneska af velli, 6-5, í undanriðli fyrir Evrópukeppnina í þessum aldurslokki. Íslendingar tryggðu sér þar með efsta sætið í undanriðlinum, hlutu alls fimm stig í þremur leikjum og tryggðu sér þáttökurétt í lokakeppni EM. 24.3.2007 16:58
Defoe vill fá fleiri tækifæri Enski sóknarmaðurinn Jermain Defoe hjá Tottenham hefur viðurkennt að hann sé svekktur með hversu fá tækifæri hann hafi fengið með enska landsliðinu í gegnum tíðina. Búist er við því að það verði Andy Johnson sem spili við hlið Wayne Rooney í fremstu víglínu enska liðsins gegn Ísrael í dag, sem þýðir að Defoe þarf að taka sér sæti á bekknum - eins og svo oft áður. 24.3.2007 16:21
55 þúsund manns mættu á Wembley 55 þúsund manns sáu ungmennalið Englendinga og Ítala gera 3-3 jafntefli í fyrsta opinbera knattspyrnuleiknum sem fram fer á nýjum Wembley-leikvangi í Lundúnum. Þetta var aðsóknarmesti U-21 árs landsleikur sögunnar, en miðar á leikinn seldust upp eins og heitar lummur á mettíma. 24.3.2007 15:08
Navarro vill vægari refsingu David Navarro, leikmaður Valencia á Spáni, vonast til þess að afsökunarbeiðni hans til Nicolas Burdisso, leikmann Inter, verði til þess að sjö mánaða leikbannið sem hann var dæmdur í hjá UEFA og FIFA fyrir skemmstu verði stytt. Navarro, sem nefbraut Burdisso í leik liðanna í Meistaradeildinni í síðasta mánuði, hefur áfrýjað dómnum. 24.3.2007 14:30
Owen fer ekki fet Glenn Roeder, þjálfari Newcastle, segir að Michael Owen sé ekki á förum frá Newcastle, en enski sóknarmaðurinn var sagður óánægður í enskum fjölmiðlum um að liðið spili ekki í Evrópukeppni á næsta ári. Newcastle er í 11. sæti deildarinnar og þarf kraftaverk til að komast í Evrópukeppni en Roeder segir Owen ekki óánægðan í herbúðum liðsins. 24.3.2007 13:20
Terry vill meiri samheldni John Terry, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að leikmenn liðsins verði að spila fyrir þjóð sína á sama hátt og þeir spili fyrir félagslið sín. Enska liðið hefur ekki verið upp á sitt besta í síðustu leikjum sínum en það mætir Ísrael í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM í dag. 24.3.2007 13:02
Ármann Smári í stað Gunnars Heiðars Ármann Smári Björnsson hjá Brann í Noregi var í dag valinn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu í stað Gunnars Heiðar Þorvaldssonar sem er meiddur. Þetta er þriðja breytingin sem Eyjólfur Sverrisson þjálfari hefur orðið að gera á landsliðshópnum. 23.3.2007 19:28
Búist við Richards í byrjunarliðinu Búist er við því að Micah Richards, hinn 18 ára varnarmaður Manchester City, eigi eftir að geta spilað með Englendingum á morgun.Hann náði að klára æfingu með enska landsliðinu í dag en Richards þurfti að fara af velli í sigurleik Manchester City gegn Middlesbrough í síðastliðinni viku. 23.3.2007 18:48
McClaren finnur ekki fyrir aukinni pressu Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segist ekki finna fyrir meiri þrýstingi en venjulega fyrir viðureign Englendinga og Ísraela í undankeppni EM á morgun. Leikurinn er afar þýðingarmikill fyrir enska liðið enda er það nú í þriðja sæti í E-riðli eftir að hafa aðeins gert jafntefli við Makedóna og tapað fyrir Króötum í síðustu tveimur leikjum. 23.3.2007 14:55
Owen vonast til að byrja að æfa í næsta mánuði Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen, leikmaður Newcastle, vonast til að geta hafið æfingar á ný í næsta mánuði en hann hefur verið frá vegna meiðsla sem hann hlaut á hné á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í fyrrasumar. 23.3.2007 14:05
Ármann Smári í landsliðið í stað Gunnars Heiðars Ármann Smári Björnsson, leikmaður Brann, hefur verið valinn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Spánverjum í næstu viku eftir að Gunnar Heiðar Þorvaldssson, leikmaður Hannover, þurfti frá að hverfa vegna meiðsla. Gunnar hefur glímt við nárameiðsli og tóku þau sig upp eftir síðasta leik hans hjá Hannover eftir því sem segir á vef Knattspyrnusambands Íslands. 23.3.2007 11:06
Ég mun ekki skella á Arsene Wenger Thomas Sörensen, landsliðsmarkvörður Dana í knattspyrnu og markvörður Aston Villa, íhugar nú að óska eftir félagaskiptum til þess að geta leikið í Meistaradeildinni eða Evrópukeppni félagsliða. 23.3.2007 10:55
Barcelona neitar að tjá sig um hugsanleg vistaskipti Eiðs Spænska knattspyrnufélagið Barcelona neitar að tjá sig um fréttir þess efnis að Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sé hugsanlega á leið frá félaginu og aftur til Englands. 23.3.2007 10:39
Knattspyrnusambandið rannsakar slátrunarhótanir Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að taka til meðferðar ummæli belgíska landsliðsmarkvarðarins Stijn Stijnen í dag, en hann sagði landa sína ætla að slátra Portúgalanum Cristiano Ronaldo þegar liðin mætast í landsleik á laugardaginn. 22.3.2007 22:00
Man Utd og Lille sektuð Manchester United og Lille voru í dag sektuð fyrir uppákomurnar sem urðu á leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í síðasta mánuði. Stuðningsmenn beggja liða höguðu sér illa og þá var öryggiskröfum ekki framfylgt. 22.3.2007 19:58
Grétar Rafn gjafmildur á afmæli sínu Landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Grétar Rafn Steinsson, afþakkaði allar gjafir þegar hann hélt upp á afmæli sitt á árinu. Hann ákvað þess í stað að styrkja gott málefni. Hans Steinar Bjarnason greindi frá þessu í íþróttafréttum á Stöð 2 í kvöld og fréttina má sjá á VefTV síðar í kvöld. 22.3.2007 19:41
Doll blæs í herlúðra hjá Dortmund Thomas Doll, nýráðinn þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Dortmund, vill að leikmenn liðsins hætti að væla í fjölmiðlum og einbeiti sér að því að bjarga liðinu frá falli. Dortmund hefur átt mjög erfitt uppdráttar í vetur og er Doll þriðji þjálfari liðsins síðan um jól. 22.3.2007 19:03
Pearce vill meiri aura Stuart Pearce stjóri Manchester City hefur kallað á stjórn félagsins að dæla meiri peningum í liðið svo það geti verið samkeppnishæft í ensku úrvalsdeildinni. Gengi liðsins hefur valdið vonbrigðum í vetur og er það í fallbaráttu. 22.3.2007 19:00
Seedorf vill Nistelrooy í landsliðið Miðjumaðurinn Carence Seedorf hjá AC Milan vill ólmur fá landa sinn Ruud Van Nistelrooy inn í hollenska landsliðið. Framherjinn hefur átt í deilum við landsliðsþjálfarann Marco Van Basten og hefur ekki spilað með liðinu síðan á HM í sumar. 22.3.2007 18:52
Redknapp sektaður Harry Redknapp stjóri Portsmouth var í dag sektaður og aðvaraður af aganefnd enska knattspyrnusambandsins vegna hegðunar sinnar eftir leik liðsins við Manchester City í síðasta mánuði. 22.3.2007 18:45
Pizarro hótar að hætta hjá Bayern Perúmaðurinn Claudio Pizarro hjá Bayern Munchen segist ætla að fara frá félaginu ef honum verði ekki boðinn nýr og betri samningur fljótlega. Samningur hans rennur út í sumar og sagt er að hann vilji fá allt að 50.000 pund í vikulaun. 22.3.2007 18:34
Rivaldo á fallegasta mark í sögu Barcelona Mark Brasilíumannsins Rivaldo gegn Valencia í lokaleik spænsku deildarinnar árið 2001 hefur verið kosið fallegasta og um leið mikilvægasta mark í sögu Barcelona á vefsíðu El Mundo Deportivo. Smelltu á hlekk í fréttinni til að sjá myndband af markinu. 22.3.2007 15:31
Schuster ekki í viðræðum við Real Madrid Þýski þjálfarinn Bernd Schuster hjá Getafe segir ekkert til í skrifum AS sem í dag fullyrti að hann væri í viðræðum við Real Madrid um að taka við af Fabio Capello. Schuster hefur áður lýst því yfir að hann vilji einn daginn taka við stóra liðinu í Madrid, en þvertekur fyrir að hafa rætt við forráðamenn félagsins nú. 22.3.2007 15:30
Getafe mætir Barcelona í bikarnum Í dag var dregið í undanúrslit Konungsbikarsins á Spáni. Smálið Getafe frá Madrid mætir þar Spánarmeisturum Barcelona, en liðið er komið í undanúrslit keppninnar í fyrsta sinn í sögunni. Barcelona hefur unnið keppnina 24 sinnum. Hin undanúrslitaviðureignin verður einvígi Sevilla og Deportivo. Leikirnir fara fram dagana 18. apríl og 9. maí en úrslitaleikurinn er ekki fyrr en 23. júní. 22.3.2007 15:06
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti