Fótbolti

Ívar Ingimars: Var farinn að vona að þetta gengi upp

NordicPhotos/GettyImages

Ívar Ingimarsson var eins og klettur í vörn íslenska liðsins í tapleiknum gegn Spánverjum í kvöld. Hann sagðist hafa verið farinn að vona að herbragð íslenska liðsins gengi upp þegar Spánverjarnir skoruðu skömmu fyrir leikslok.

"Maður var farinn að vona að þetta gengi upp hjá okkur, því við auðvitað lögðum upp með það að liggja aftarlega og sækja svo hratt. Það er auðvitað þannig þegar maður fær á sig mörk að það er alltaf eitthvað sem klikkar - en þeir voru búnir að liggja rosalega á okkur í síðari hálfleiknum.

Það er mjög erfitt að liggja svona í vörn þetta lengi. Við vissum að við værum ekkert að fara í opinn fótboltaleik hérna gegn liði sem yfirspilaði Dani hérna fyrir nokkrum dögum," sagði Ívar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×