Fótbolti

David Villa hrósar Árna Gauti

David Villa lagði upp sigurmarkið fyrir Spánverja í gær og hann hrósaði Árna Gauti Arasyni fyrir frammistöðu sína í íslenska markinu
David Villa lagði upp sigurmarkið fyrir Spánverja í gær og hann hrósaði Árna Gauti Arasyni fyrir frammistöðu sína í íslenska markinu

Leikmenn og þjálfarar spænska landsliðsins voru nokkuð jákvæðir eftir sigurinn á íslenska landsliðinu í undankeppni EM í gær. Luis Aragones þjálfari segir liðið á réttri braut og leikmennirnir eru bjartsýnir á að komast í lokakeppnina eftir tvo heimasigra á viku.

"Það sem við getum tekið með okkur úr þessum leik er að liðið er að bæta sig, spila betur og ógnar mótherjunum meira en áður. Liðið sýndi að það er staðráðið í að komast á EM og það er líka búið að tapa öllum þeim leikjum sem það má tapa ef það ætlar sér áfram. Við getum ekki leyft okkur að gera fleiri mistök í undankeppninni. Stuðningsmennirnir voru frábærir og það var gaman fyrir okkur að fá þennan stuðning þrátt fyrir erfiðar aðstæður," sagði Aragones.

Framherjinn David Villa hjá Valencia tók í sama streng. "Loksins höfum við unnið tvo leiki í röð. Við áttum mjög erfitt uppdráttar lengst af í leiknum af því markvörður íslenska liðsins var stórkostlegur, en nú eigum við góða möguleika á að ná öðru af tveimur efstu sætunum eftir að Svíar töpuðu," sagði Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×