Fótbolti

Healy ætlar að halda áfram að skora

Lawrie Sanchez, þjálfari Norður-Íra, lét hafa eftir sér í gær að Healy væri heimsklassa framherji. Samt sem áður spilar hann með Leeds í ensku 1. deildinni.
Lawrie Sanchez, þjálfari Norður-Íra, lét hafa eftir sér í gær að Healy væri heimsklassa framherji. Samt sem áður spilar hann með Leeds í ensku 1. deildinni. MYND/Getty

Hinn sjóðheiti sóknarmaður Norður-Íra, David Healy, vonast til þess að hann haldi áfram að skora fyrir þjóð sína þegar Svíar koma í heimsókn á Windsor Park á miðvikudag. Healy hefur farið á kostum í undankeppninni til þessa og skorað alls sex mörk. Ef Norður-Írar leggja Svía af velli komast þeir á toppinn í F-riðli undankeppninnar.

Sem kunnugt er hefur Norður-írska liðið ekki tapað leik frá því í fyrsta leik keppninnar gegn Íslendingum. Healy hefur skorað tvær þrennur síðan þá, þá síðari gegn Liechtenstein á laugardag.

"Ég er búinn að vera heppinn í undankeppninni og nýtt færin vel. Ég ætla að reyna að halda þessu gengi áfram að sjálfsögðu. Ég hef trú á að það takist," segir Healy, sem hefur skorað 27 mörk í 55 landsleikjum, en hann er á mála hjá Leeds í ensku Championship-deildinni.

"Það er ánægjulegt að Norður-Írland sé að vekja á sér athygli á alþjóðlegum vettvangi. Við erum með gott lið og eigum eins mikla möguleika á að komast áfram eins og aðrar þjóðir í okkar riðli. Ef við vinnum Svía erum við komnir í mjög áhugaverða stöðu, en það er of snemmt að tala um framhaldið núna," sagði Healy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×