Fótbolti

Norður-Írar á toppnum

David Healy hefur verið sjóðandi heitur með liði Norður-Íra í undankeppni EM
David Healy hefur verið sjóðandi heitur með liði Norður-Íra í undankeppni EM NordicPhotos/GettyImages
Norður-Írar unnu í kvöld frækinn 2-1 sigur á Svíum í riðli okkar Íslendinga í undankeppni EM. David Healy skoraði bæði mörk írska liðsins og tryggði því toppsætið í riðlinum í bili. Fyrr í dag unnu Liechtensteinar óvæntan sigur á frændum sínum Lettum og því hafa bæði liðin hlotið 3 stig í riðlinum líkt og við Íslendingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×