Fótbolti

Árni Gautur: Þetta var eins og á skotæfingu

Árni Gautur var besti maður vallarins í kvöld
Árni Gautur var besti maður vallarins í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Maður leiksins í kvöld Árni Gautur Arason var að vonum ósáttur við tapið gegn Spánverjum, en hann telur að sé stígandi í liðinu. Hann sagði aðstæður hafa verið mjög erfiðar í bleytunni á Mallorca.

"Þetta var bara eins og á skotæfingu. Það hefði verið gaman að ná að halda jöfnu hérna, en við mættum frábæru liði í dag. Það er alveg skelfilegt fyrir markmenn þegar aðstæður eru eins og þær voru í dag og maður verður að passa sig að slá boltann til hliðar þegar skotin koma á markið.

Það hefði allt þurft að ganga upp til við gætum náð stigum hérna, en það tókst ekki að þessu sinni. Það var góður andi í liðinu í dag og við verðum bara að ná í þrjú stig næst," sagði Árni í samtali við Hörð Magnússon á Sýn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×