Fótbolti

Spilamennska enska landsliðsins minnir á tannpínu

NordicPhotos/GettyImages

Terry Butcher, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að það jafnist á við tannpínu að horfa á liðið spila í dag. Hann á ekki von á því að Steve McClaren verði við stjórnvölinn hjá liðinu að ári liðnu.

"England leggur Andorra með sjö til átta mörkum á miðvikudaginn, en það eru stórir leikir framundan og ég myndi heldur vilja að liðið spilaði við Rússa fyrr en síðar. Það er eins og tannpína að horfa á liðið spila um þessar mundir. Þegar ég var í liðinu var að minnsta kosti smá ástríða í liðinu og við létum andstæðinga okkar finna að við ætluðum ekki að gefa neitt eftir. Mér finnst liðið í dag vera meira safn einstaklinga en góð liðsheild. Ég á ekki von á því að Steve McClaren verði enn með liðið að ári liðnu," sagði Butcher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×