Fleiri fréttir

Keflavík gulltryggði sætið í A-deildinni - burstaði Hauka

Keflavíkurkonur tryggðu sér 4. sætið og þar með sæti í A-deild með 85-65 stórsigri á Haukum í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Þetta var síðasta umferðin áður en deildinni er skipt í tvo hluta en með Keflavík í efri hlutanum verða KR, Grindavík og Hamar.

Móralskur sigur hjá heimamönnum

Austurríkismenn voru ánægðir með frumraun sína á Evrópumótinu í handbolta en liðið tapaði þá fyrir Danmörku, 33-29, í Linz. Ísland og Serbía leika í sama riðli og Ísland mætir Austurríki á morgun.

Alexander: Óli mun ná sér á strik

„Það var kannski bara fínt að við náðum þó jafntefli þó svo að Óli hafi ekki verið góður í gær. Þá er þetta allt í lagi,“ sagði Alexander Petersson við Vísi í dag.

Babel biðst afsökunar á Twitter-væli

Hollendingurinn Ryan Babel, leikmaður Liverpool, fór sömu leið og margir íþróttamenn í Bandaríkjunum og vældi á samskiptasíðunni Twitter því hann var ósáttur.

Guardiola búinn að framlengja

Framhaldssögunni um framtíð Pep Guardiola, þjálfara Barcelona, er lokið því hann er búinn að skrifa undir nýjan samning við Evrópumeistarana.

Suðurnesjaslagur í úrslitum?

Það gæti orðið Suðurnesjaslagur í úrslitum Subway-bikars karla í körfubolta en dregið var í undanúrslitin í dag.

Björgvin: Viljum helst spila í dag

Björgvin Páll Gústavsson sagði að það hefði verið erfitt að sofna eftir leik Íslands og Serbíu á EM í handbolta í Austurríki í gær.

Leikir dagsins á EM

Það er enginn hvíldardagur á EM í dag þó svo Ísland sé ekki að spila en leikið er i C og D-riðlum keppninnar í dag.

Aron: Nota þetta vonandi sem spark í rassinn

Aron Kristjánsson, EM-sérfræðingur Vísis, segir að það sé ekki nein ástæða fyrir íslenska landsliðið að örvænta þó svo það hafi misst niður unnin leik gegn Serbum í gær.

Beckford búinn að semja við Everton

Simon Grayson, stjóri Leeds, segir að framherjinn Jermaine Beckford sé búinn að skrifa undir samning við Everton um að ganga til liðs við félagið næsta sumar er samningur hans við Leeds rennur út.

Neville sýndi Tevez fingurinn

Það er ekkert sérstaklega kært á milli fyrrum liðsfélaganna Gary Neville og Carlos Tevez. Það sannaðist endanlega í gær.

Redknapp enn að reyna við Nistelrooy

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur ekki gefið upp alla von um að fá Hollendinginn Ruud Van Nistelrooy í raðir félagsins. Redknapp vill fá Nistelrooy lánaðan frá Real Madrid.

Mörkin hans Tevez trufla mig ekkert

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er ekki búinn að missa trúna á að sitt lið komist í úrslit enska deildarbikarsins þó svo liðið hafi tapað fyrir nágrönnum sínum í City, 2-1, í fyrri leik liðanna.

NBA: Tímamótaleikur hjá Shaq

Leikmenn Cleveland Cavaliers hefndu í nótt fyrir tapið í annarri umferð gegn Toronto Raptors. Á þeim tíma var Cleveland-liðið enn að komast í gang en það var ekki mikill vandræðagangur á liðinu í gær.

Guðjón Valur: Lífið heldur áfram

„Ég er enn sami maður að innan og ég var fyrir leikinn. Þetta var vissulega óþarfi að svona fór en lífið heldur áfram,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson eftir jafntefli við Serba í kvöld.

Björgvin Páll: Erfitt að kyngja þessu

Björgvin Páll Gústavsson sýndi heimsklassamarkvörslu í fyrri hálfleik leiks Íslands og Serbíu á EM í handbolta í kvöld en það dugði ekki til sigurs. Niðurstaðan var jafntefli, 29-29.

Ólafur: Látum þetta efla okkur

Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði segir það vont að hafa tapað stigi eins og liðið gerði gegn Serbum á EM í handbolta í kvöld.

Sverre: Skil ekki hvernig við fórum að þessu

„Þetta eru mikil vonbrigði og ég bara skil ekki hvernig við fórum að þessu,“ sagði svekktur Sverre Andreas Jakobsson eftir jafnteflisleik Íslands og Serbíu á EM í handbolta í kvöld.

Arnór: Sárara en orð fá lýst

Arnór Atlason átti frábæran síðari hálfleik með Íslandi gegn Serbíu á EM í handbolta í kvöld en því miður dugði það ekki til sigurs. Leiknum lyktaði með jafntefli, 29-29.

Guðmundur: Þennan leik áttum við að vinna

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var að vonum einkar óánægður með jafnteflið sem Ísland gerði við Serbíu á EM í handbolta í kvöld.

Carlos Tevez tryggði City 2-1 sigur á United

Carlos Tevez skoraði bæði mörk Manchester City og tryggði sínu liði 2-1 sigur á gömlu félögunum í Manchester United í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins á Eastlands, heimavelli Manchester City í kvöld.

Dagur: Nú snúum okkur að Íslandi

Dagur Sigurðsson var eðlilega ekki ánægður með tapið fyrir Danmörku á EM í handbolta í dag en hrósaði engu að síður sínum leikmönnum fyrir góða frammistöðu í leiknum. Danir unnu sigur á lærisveinum Dags, Austurríki, 33-29 í fyrsta leik EM í Linz.

Wilbek: Vissum ekki af markvarðabragðinu

Ulrik Wilbek hrósaði Austurríkismönnum fyrir góða frammistöðu í leik þeirra gegn Dönum í dag. Danir unnu leikinn, 33-29. Wilbek er landsliðsþjálfari Danmerkur og sagði að þeir hefðu undirbúið sig vel fyrir leikinn.

Spánverjar fóru létt með Tékka og Pólverjar unnu Þjóðverja

Fyrstu leikjum riðlanna í Evrópukeppninni í handbolta í Austurríki er nú lokið. Spánverjar sýndu fá veikleikamerki í tólf marka sigri á Tékkum en Þjóðverjar töpuðu hinsvegar fyrir Pólverjum. Íslenska landsliðið vann bæði þessi lið í undirbúningsleikjunum.

Danir í vandræðum með Austurríkismenn í fyrsta leik

Evrópumeistarar Dana byrjuðu titilvörn sína ekki á alltof sannfærandi hátt þegar þeir unnu 33-29 sigur á gestgjöfum Austurríkis í opnunarleik b-riðils Evrópukeppninnar. Seinni leikur riðilsins í dag er á milli Íslendinga og Serba sem hefst klukkan 19.15.

Klámkóngur betri en íslenskir bankamenn

Stuðningsmenn West Ham eru ekki allir ánægðir með nýju eigendurna hjá West Ham United. David Sullivan og David Gold sem eignuðust 50 prósenta hlut í félaginu í gærkvöldi þykja harðir í horn að taka.

Ronaldinho fær nýjan samning

Forráðamenn AC Milan eru svo hrifnir af frammistöðu Brasilíumannsins Ronaldinho í vetur að félagið ætlar að bjóða honum nýjan langtímasamning.

Siggi Bjarna: Vinnum Serbana sannfærandi

Þeir Sigurður Bjarnason og Aron Kristjánsson verða EM-sérfræðingar Vísis næstu tvær vikurnar. Þeir eru báðir fyrrum landsliðsmenn og núverandi þjálfarar sem eiga það sameiginlegt að hafa sterka skoðun á hlutunum.

Okkur hefur gengið vel með "Júggana" á stórmótum

Íslenska karlalandsliðinu í handbolta hefur gengið vel með landslið Júgóslava og seinna Serbíu á stórmótum í gegnum tíðina og hefur ekki tapað fyrir þeim á HM, EM eða Ólympíuleikum í níu ár. Leikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 19.15 og verður fylgst vel með gangi mála á Vísi.

Leikir dagsins á EM

Það er loksins komið að því að Evrópumeistaramótið í handknattleik hefjist. Átta leikir fara fram í dag og hefst fyrsti leikurinn klukkan 17.00 en það er viðureign Austurríkis og Dana sem leika í riðli Íslands.

Róbert mætir þjálfaranum sínum í kvöld

Alla jöfnu eru þeir Róbert Gunnarsson og þjálfarinn Saed Hasanefendic samherjar hjá Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni en þeir verða andstæðingar á EM í handbolta í kvöld.

Beckham: City verður aldrei stærra en United

David Beckham, fyrrum leikmaður Man. Utd, tekur þátt í upphitun fyrir leik Man. Utd og Man. City í deildarbikarnum í kvöld. Beckham er á því að þó svo City eigi nóg af peningum verði félagið aldrei stærra en United.

Andstæðingur dagsins á EM: Serbía

Vísir fjallar um andstæðinga Íslands í riðlakeppni Evrópumeistaramótsins í handbolta. Í dag mætir Ísland liði Serbíu í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld.

Spánverjinn de la Rosa til BMW

Spænski ökumaðurinn Pedro de la Rosa verður ökumaður BMW á þessu keppnistímabili og nú á aðeins eftir að ráða í fjögur sæti hjá þeim 13 Formúlu 1 liðum sem skipa ráslínuna.

Sjá næstu 50 fréttir