Enski boltinn

Neville sýndi Tevez fingurinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neville sendir Tevez hér létta kveðju.
Neville sendir Tevez hér létta kveðju.

Það er ekkert sérstaklega kært á milli fyrrum liðsfélaganna Gary Neville og Carlos Tevez. Það sannaðist endanlega í gær.

Þegar Tevez var að fagna fyrra marki sínu í gær þá virtist hann vera að senda Neville, sem var að hita upp á hliðarlínunni, skilaboð um að halda kjafti.

Ástæðan var sú að Neville sagði í viðtali að það hefði verið rétt hjá United að borga ekki uppsett verð fyrir Tevez.

Neville svaraði þessum töktum Argentínumannsins með því að sýna honum fingurinn eins og það er reglulega kallað. Tevez svaraði með því að kynda Neville enn frekar.

Taktar Neville náðust á myndband og mun enska knattspyrnusambandið taka málið fyrir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×